„Verzlunarskóli Íslands“: Munur á milli breytinga

=== Útgáfa ===
NFVÍ gefur meðal annars út skólablaðið ''Viljann'' sem kom fyrst út árið 1908 og árbókina sína, ''Verzlunarskólablaðið,'' einu sinni á ári og telur nú 85 árganga. Auk þess gefur félagið út blöðin ''Örkin'' og ''Kvasir.''
 
=== NEMÓ ===
Árlega er haldið nemendamót, '''Nemó''', sem er gjarna talið hápunktur ársins af nemendum og starfsfólki. Söngleikir Verzlunarskólans sem vakið hafa mikla athygli í gegnum árin, eru frumfluttir á þessu nemendamóti, sem haldið er í febrúar á hverju ári. Skapast hefur sú hefð að nemendur hittist að morgni til í morgunverðarteiti heima hjá einum í bekknum, fara svo á frumsýningu nemendamótssýningarinnar, og haldi svo á nemendamótsdansleikinn um kvöldið. Dansleikurinn hefur undanfarin ár verið stærsti dansleikur allra menntaskóla á landinu og mæta nemendur úr mörgum mismunandi skólum á hann.
 
=== Listó ===