„Hvíta-Rússland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
lagaði mistök
dauðarefsing
Lína 40:
'''Hvíta-Rússland''' ([[hvítrússneska]]: ''Белару́сь'', ''Biełaruś''; [[rússneska]]: ''Белару́сь'' - áður: ''Белору́ссия'') er [[landlukt]] ríki í [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]]. Það á landamæri að [[Pólland]]i í vestri, [[Litháen]] í norðvestri, [[Lettland]]i í norðri, [[Rússland]]i í austri og [[Úkraína|Úkraínu]] í suðri. Höfuðborg Hvíta-Rússlands er [[Minsk]] en aðrar stórar borgir eru [[Brest]], [[Grodno]], [[Gomel]], [[Mogilev]], [[Vitebsk]] og [[Bobruisk]]. Um þriðjungur landsins er þakinn [[skógur|skógi]]. [[Þjónusta]] og [[iðnaður]] eru helstu atvinnugreinar landsins.
 
Fram á [[20. öldin|20. öld]] skiptist landið milli annarra ríkja eins og [[Furstadæmið Polotsk|Furstadæmisins Polotsk]], [[Stórhertogadæmið Litháen|Stórhertogadæmisins Litháen]] og [[Rússneska keisaradæmið|Rússneska keisaradæmisins]]. Eftir [[Rússneska byltingin|Rússnesku byltinguna]] lýsti Hvíta-Rússland yfir sjálfstæði sem [[Sovétlýðveldið Hvíta-Rússland]] sem varð fyrsta sambandslýðveldi [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Stór hluti af núverandi landamærum Hvíta-Rússlands urðu til þegar Sovétríkin gerðu [[Innrás Sovétríkjanna í Pólland|innrás í Pólland]] árið [[1939]]. Eftir herfarir [[Þýskaland|Þjóðverja]] og Sovétmanna í [[Síðari heimsstyrjöld]] var landið sviðin jörð og hafði missti meira en þriðjung íbúanna. Landið byggðist hægt upp aftur eftir stríðið. Í kjölfar [[Tsjernóbýlslysið|Tsjernóbylslyssins]] [[1986]] varð Hvíta-Rússland fyrir mikilli geislamengun. Landið lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið [[1990]] og tók upp nýja stjórnarskrá árið [[1994]]. Í forsetakosningum það ár komst [[Alexander Lúkasjenkó]] til valda. Hann lengdi kjörtímabil forseta úr fimm árum í sjö og stjórn hans hefur síðan í vaxandi mæli orðið [[einræði]]sstjórn. Hvíta-Rússland er eina land Evrópu sem viðheldur [[dauðarefsing]]u.
 
Helstu útflutningsvörur Hvíta-Rússlands eru unnar [[jarðolía|olíuafurðir]], [[áburður]] og [[landbúnaðarvél]]ar. Atvinnulíf er miðstýrt og að stórum hluta í ríkiseigu. Stærstur hluti íbúa býr í borgum landsins. Um 60% aðhyllast einhvers konar trúarbrögð, aðallega [[rússneska rétttrúnaðarkirkjan|rússneskan rétttrúnað]], en lítill hluti aðhyllist [[rómversk-kaþólska]] trú. Yfir 70% íbúa tala [[rússneska|rússnesku]] sem er annað opinbert tungumál landsins en aðeins rúm 10% tala [[hvítrússneska|hvítrússnesku]].