„Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 12:
Þegar Stalín lést þann 5. mars 1953 var Malenkov valdamesti meðlimur ritararáðsins. Hann stofnaði þremenningabandalag ásamt [[Vjatsjeslav Molotov]] og [[Lavrentij Beria]] og var þannig kjörinn forsætisráðherra Sovétríkjanna. Aðeins níu dögum síðar neyddist Malenkov hins vegar til að segja upp sæti sínu í ritararáðinu og varð því einungis ríkisstjórnarleiðtogi en ekki flokksleiðtogi. [[Nikita Krústsjov]] varð valdamesti meðlimur ritararáðsins og var þann 14. september kjörinn í embætti „fyrsta ritara“ Kommúnistaflokksins. Á næstu árum ruddi Krústsjov keppinautum sínum úr vegi og ritaraembættið varð aftur valdamesta embætti Sovétríkjanna.
 
Árið 1964 leiddi andstaða stjórnmálaráðsins og miðstjórnarinnar til þess að KrústjovKrústsjov var bolað úr embætti. [[Leoníd Bresnjev]] tók við Krústsjov sem fyrsti ritarinn og kom á sameiginlegri stjórn flokksforystunnar ásamt [[Alexei Kosygin]] forsætisráðherra. Embættið var aftur kallað aðalritari frá árinu 1966. Á stjórnartíð Bresnjevs voru völd aðalritarans verulega skert vegna aukinna valda sameiginlegrar flokksforystu. Bresnjev hélt stuðningi flokksforystunnar með því að forðast allar róttækar umbætur. Eftirmenn hans, [[Júrí Andropov]] og [[Konstantín Tsjernenkó]], gegndu embættinu á svipaðan hátt og Bresnjev. [[Mikhaíl Gorbatsjev]] réð Sovétríkjunum sem aðalritari flokksins til ársins 1990, en þá glataði Kommúnistaflokkurinn einokunarstöðu sinni í sovéskum stjórnmálum og [[Forseti Sovétríkjanna|sérstakt forsetaembætti]] var stofnað svo Gorbatsjev gæti áfram verið leiðtogi Sovétríkjanna. Eftir [[Sovéska valdaránstilraunin 1991|misheppnaða valdaránstilraun]] árið 1991 sagði Gorbatsjev af sér sem aðalritari og varamaður hans, [[Vladímír Ívasjkó]], tók við embættinu. Ívasjkó var aðeins aðalritari í fimm daga áður en [[Boris Jeltsín]], nýr [[forseti Rússlands]], leysti upp Kommúnistaflokkinn.
 
==Listi yfir aðalritara sovéska kommúnistaflokksins==