„Tunglið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dr. Hlynur (spjall | framlög)
Fixed typo
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímaforriti iOS app edit
Eniisi Lisika (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 54:
'''Tunglið'''<ref name="rettritun">Ritað með litlum staf, samanber [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20091119075608/www3.hi.is/~antoni/skjol/rettritun_ritreglur.pdf Sérnöfn skal rita með stórum staf: Undantekning 2]</ref> eða '''máninn'''<ref name="rettritun"/> er eini [[fylgihnöttur]] [[Jörðin|jarðar]]. [[meðaltal|Meðalfjarlægð]] tungls og jarðar er 384.400 [[km]] og [[þvermál]] þess er 3.476 km. Það hefur ''bundinn möndulsnúning'', þ.e. tunglið snýr alltaf sömu hlið að jörðinni.</onlyinclude>
 
Tunglið fer einn hring umhverfis jörðina á u. þ. b. einum [[mánuður|mánuði]] og á hverri [[klukkustund]] færist það um 0,5[[gráða|°]] á himinhvelfingunni, miðað við fastastjörnunar, eða um fjarlægð sem er u.þ.b. jöfn [[sýndarþvermál]]i þess.
 
[[Tunglmyrkvi]] verður þegar tunglið fer inn í alskugga jarðar, þ. a jörðin skyggir á [[sólin|sólu]] frá tunglinu séð.
 
== Uppruni ==
Lína 64 ⟶ 65:
 
=== Hremmikenningin ===
Önnur kenningin gengur út á það að tunglið hafi myndast sjálfstætt, en komið of nálægt jörðu. Við það festist það á sporbraut um jörðina og hefur ekki losnað síðan. Þessi kenning er líka í ólíklegra lagi, því ef hún stæðist, ætti jörðin að bera merki um að [[jarðskorpan]] hefði rifnað í sundur og gríðarleg [[eldgos]] hefðu geisað um alla jörðina. Þau ummerki hafa ekki fundist, a. m. k. ekki ennþá og er mjög ólíklegt að þau finnist nokkurn tímann. Ekki er þó hægt að útiloka þennan möguleika alveg því við getum ekki afsannað slík eldsumbrot vegna flekahreyfinganna. Jarðskorpan endurnýjar sig sem gerir það að verkum að gömul [[jarðlög]], ekki síst jarðlög frá þeim tíma er tunglið myndaðist, gætu annaðhvort hafa eyðst eða grafist undir yngri jarðlögum og því verið nánast ógerlegt að rannsaka þau.
 
=== Klofningskenningin ===
Lína 79 ⟶ 80:
 
Höfin mynduðust þegar stórir [[loftsteinn|loftsteinar]] rákust á tunglið með það miklum [[kraftur|krafti]] að þeir náðu í gegnum skorpu þess og inn í möttulinn sem þá var fljótandi. Við það flæddi [[hraun]] upp úr holunni og þakti hluta af hnettinum. Þetta þýðir að dökku svæðin hljóta að hafa myndast fyrir meira en þremur milljörðum ára, því samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á sýnum sem geimfarar tóku með sér frá tunglinu, lauk eldvirkni á tunglinu þá.
 
Ljósu svæðin (hálendi) á tunglinu eru fjöll og gígar. Þau eru um 4-4,3 milljarða ára gömul og þekja stærsta hluta yfirborðs tunglsins, eða 84%. Bergtegund sem kallast [[anortosít]] veldur hvíta litnum á hálendi tunglsins. Þessi bergtegund inniheldur frumefnin ál, kalsíum og kísil. Fjöllin eru elsti hluti tunglsins, öfugt við jörðina. Þetta á sér þá skýringu að þegar tunglið var nýmyndað gaus það eins og jörðin og við það mynduðust fjöll. Bakhlið tunglsins er eiginlega ekkert annað en hálendi, en það er vegna þess að aðdráttarafl jarðar er svo mikið að þegar tunglið var að myndast toguðust öll þungu efnin inn að hjámiðju sem er 2,5 km frá rúmfræðilegri miðju þess. Þetta kallast bundinn möndulsnúningur. Það er einnig ástæða þess að við sjáum aðeins aðra hlið tunglsins.
 
==== Listi yfir tunglhöf ====
* '''[[Austurhafið]]''' ([[latína]] ''Mare Orientale'').
* '''[[Eimhafið]]''' (''Mare Vaporum'').
* '''[[Frerahafið]]''' (''Mare Frigoris'').
* '''[[Friðarhafið]]''' (''Mare Tranquillitatis''). Fyrsta mannaða tunglfarið [[Apollo 11]] lenti á Friðarhafinu klukkan 3:17 eftir hádegi [[20. júlí]] [[1969]].
* '''[[Frjósemishafið]]''' (''Mare Fecunditatis'').
* '''[[Kreppuhafið]]''' (''Mare Crisium'').
* '''[[Kyrrðarhafið]]''' (''Mare Serenitatis'').
* '''[[Regnhafið]]''' (''Mare Imbrium'').
* '''[[Skýjahafið]]''' (''Mare Nubium'').
* '''[[Veigahafið]]''' (''Mare Nectaris'').
* '''[[Vessahafið]]''' (''Mare Humorum'').
 
=== Innri gerð ===
Skorpa tunglsins er u. þ. b. 70 km þykk. Hún er úr fjölmörgum [[frumefni|frumefnum]], t. d. [[úran]]i, [[þóríum]], [[kalíum]], [[súrefni]], [[kísill|kísli]], [[magnesíum]], [[járn]]i, [[títan]], [[kalsín]]i, [[ál]]i og [[vetni]]. Undir henni er svo möttull. Hann er að mestu leyti úr [[sílíkat|sílíkötum]]. Möttullinn er nánast allt rúmmál tunglsins, svo segja má að tunglið sé að mestu úr sílíkötum. Í miðju þess er svo kjarni sem menn eru ekki alveg vissir um hvort er fljótandi eða fastur, en menn telja þó frekar að hann sé fljótandi. Ástæðan fyrir því er sú, að nokkrir “tunglskjálftamælar” sem var komið fyrir á tunglinu, sýndu að þegar loftsteinn rakst á það fóru P-[[bylgja|bylgjurnar]] sem mynduðust við áreksturinn í gegnum tunglið en ekki S-bylgjurnar.
 
== [[Kvartilaskipti]] ==
Lína 118 ⟶ 120:
Draumurinn um að maður stigi fæti á tunglið varð að veruleika þann [[21. júlí]] [[1969]] þegar menn um borð í geimferjunni [[Apollo 11]] stigu á tunglið. Fyrstur til þess að vinna þetta afrek var Bandaríkjamaðurinn [[Neil Armstrong]] og annar var [[Edwin Aldrin]], sem einnig var um borð í Appolló 11. Þeir tóku margar myndir af tunglinu og útsýninu þaðan. Þeir söfnuðu líka [[ryk]]i og [[berg]]i og komu með til jarðar til rannsókna.<ref>http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/geimferdir/apollo-geimaaetlunin/; Tunglferðir</ref> Þetta átti eftir að vera mjög fróðlegt fyrir vísindamenn og aðra sem þyrsti í að vita meira um tunglið, upphaf þess, gerð og jafnvel endalok. Alls hafa 12 menn stigið fæti á tunglið, allir á árunum 1969-1972.<ref>Ridpath, Ian. 2001. ''Encyclopedia of the universe''. Collins, UK. Bls 213</ref> Þessir tólf menn voru um borð í 6 Appolló-geimförum. Appolló-geimförin voru gerð úr þremur hlutum: stýrieiningu, þjónustueiningu og [[tunglfar]]i.
 
Áður en Appolló-geimförin hófu sig á [[loft]] höfðu menn þó náð að koma mannlausum [[geimfar|geimförum]] til tunglsins og safnað sýnum. Þetta voru [[sovétríkin|sovésk]] geimför sem kölluðust Luna-geimför, og það fyrsta lenti á tunglinu árið [[1959]]. Ári síðar lenti bandarískt geimfar þar og svo aftur árið 1966 með Lunar-Orbiter verkefninu. [[Lunar-Orbiter]] hjálpaði til við val á lendingarstað Appolló-geimfaranna með því að taka fyrstu hágæðamyndirnar af yfirborði tunglsins..<ref>http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/tunglid; Risastór og forvitnilegur steingerfingur</ref>
 
== Eitt og annað ==