Munur á milli breytinga „Viðey“

20 bætum bætt við ,  fyrir 1 ári
m
m (Aðgreiningartenglar)
Hjallasker er [[sker]] í Viðeyjarsundi rétt vestan við Heimaey. Á háfjöru tengir grandi skerið við eyna. Árið [[1906]] strandaði kútterinn ''[[Ingvar (kútter)|Ingvar]]'' á skerinu og allir um borð fórust.
 
[[1907]]-[[1914]] var [[Milljónarfélagið|Milljónafélagið]] umsvifamikið í [[útgerð]] og [[skipaflutningar|skipaflutninga]] í eynni sem ætlunin var að gera að umskipunarhöfn. Á þeim árum myndaðist í eynni um 100 manna [[þorp]] á [[Sundabakki (Viðey)|Sundabakka]] á austurenda Viðeyjar. [[Kárafélagið]] keypti síðar eigur Milljónafélagsins um [[1920]] þegar það síðarnefnda varð [[gjaldþrot]]a og rak þar síðan [[togari|togaraútgerð]] og [[fiskvinnsla|fiskvinnslu]]. Á þessum árum var Viðeyjarstöð einnig umskipunarhöfn [[Sameinaða danska gufuskipafélagið|Sameinaða danska gufuskipafélagsins]], þar var kolageymsla fyrir [[Danmörk|dönsku]] varðskipin og birgðastöð og umskipunarhöfn [[DDPA-olíufélagið|DDPA-félagsins]]. Mikil vatnssala var einnig í Viðey og salt- og kolasala. Seinna fór að halla undan fæti. [[1931]] hætti Kárafélagið starfsemi og þorpið fór síðan alveg í eyði [[1943]].
 
Vatnstankurinn á Sundabakka er núna félagsheimili Viðeyinga (aðsetur ''Viðeyingafélagsins'').