Munur á milli breytinga „Notre Dame“

114 bætum bætt við ,  fyrir 1 ári
Bruni
(Bruni)
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
[[Mynd:Notre Dame de Paris by night time.jpg|thumb|right|Notre Dame um nótt]]
'''Notre Dame kirkjan í París''' (oft nefnd '''Maríukirkjan í París''' á íslensku) ([[franska]]: ''Notre Dame de Paris'') er dómkirkja í [[París]], höfuðborg [[Frakkland]]s, helguð [[María mey|Maríu mey]]. Kirkjan var reist á árunum [[1163]] til [[1345]], og stendur á eystri hluta [[Île de la Cité]] í París. Kirkjan er ein af vinsælustu kirkjum hér í dag. Notre-Dame er ein þekktasta dómkirkja í heiminum. Kirkjan var byggð á miðöldum og er talin vera gott dæmi um franskan gotneskan arketektúr. Kirkjan geymir marga mikilvæga trúargripi, meðal annars flís sem á að vera úr krossinum sem Jesú var krossfestur á, nagla úr krossfestingunni og þyrnikórónuna sem var á höfði Jesú. Hún var meðal fyrstu bygginga í heiminum sem byggðar voru með [[Veggstuðlar|veggstuðlum]], sem gátu stutt bygginguna utan frá. Ekki var gert ráð fyrir veggstuðlum þegar byggingin var hönnuð, en eftir því sem byggingin varð hærri byrjuðu skemmdir að myndast. Þá ákváðu arkitektarnir að leysa vandamálið, með því að styrkja bygginguna utan frá. Heildar flatarmál kirkjunnar er 5200m<sup>2 </sup>(4800m<sup>2 </sup>að innan).
 
Árið 2019 varð bruni í kirkjunni þar sem turn hennar og þak eyðilögðust sem og ómetanlegir listmunir.
 
[[Mynd:GargoylesNotre Dame.jpg|thumb|Ufsagrýlurnar á kirkjunni]]