„Gerningaveður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Gerningaveður''' er óveður sem (fjölkunnugur) maður hefur ''gert á einhvern'' sem er á sjó og á að valda drukknun viðkomandi. Talað var einni...
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 5:
:Gerningaveður var það kallað er menn vöktu vind og illviðri. Upprunni þessa er sá, að til forna notuðu menn höfuð [[Þór (norræn goðafræði)|Þórs]] sem annaðhvort var skorið út, rist eða málað. Á sá siður rót sína að rekja til þess, að sagt var, að Þór sjálfur hefði hleypt af stað veðri með því að blása svo úr skoltum sér, að skeggbroddarnir stóðu beint út í loftið. Var það kallað að ''þeyta skeggbrodda''. Á myndum þessum var Þór því sýndur gapandi og skeggið látið standa beint út. Við þennan [[galdur]] þótti það mestur lærdómur að nota aðeins einn eða tvo [[Galdrastafur|galdrastafi]], en höfuðgaldurinn var fólginn í því, að úr stafnum mætti lesa orðin „Þórs Hafot“ eða „Þórs Hafut“, annaðhvort bæði saman, eða hvort fyrir sig.
 
[[Jón Árnason (1819)|Jón Árnason]] segir í Þjóðsögum sínum:
 
:[[Bandrúnir]] voru svo fjölbreyttar, að heilu orði eða heilum formála var komið fyrir í einni stafsmynd. Einn var stafur sá, er [[Veðurgapi]] er nefndur. Úr honum mátti lesa „Þórshöfuð“. Veðurgapi var hafður til þess að gera ofviðri að mönnum, sem voru á sjó, og drekkja þeim.
Lína 14:
 
{{Stubbur}}
[[Flokkur:Veður]]
[[Flokkur:Þjóðtrú]]