„Sigurður málari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 33:
Árið [[1860]] fannst kuml með ýmsum gripum nálægt Baldursheimi í Mývatnssveit. Sigurður aflaði sér upplýsinga og mynda af gripunum og birti um þá skýrslu í ''[[Þjóðólfur|Þjóðólfi]]'', [[10. apríl]] [[1862]].<ref>Matthías Þórðarson (1912), bls. 3</ref> Í hugvekju í næsta tölublaði ''Þjóðólfs'', [[24. apríl]], skrifaði hann um mikilvægi þess að stofna forngripasafn til að skilja þjóðerni Íslendinga og sögu landsins. Sigurður taldi forngripasafn vera nauðsynlegt fyrir „allar fagrar listir“, og benti á að sögumálarar þyrftu að vita hvernig búnaður fólks hefði verið til forna, til að geta málað viðburði úr fornsögunum.<ref>Sigurður Guðmundsson (1862)</ref>
 
Fyrsti umsjónarmaður Forngripasafnsins var [[Jón Árnason (1819)|Jón Árnason]] en skömmu síðar var Sigurður einnig skipaður umsjónarmaður og gegndi hann því starfi til dauðadags. Í raun var umsjá safnsins fyrst og fremst í höndum Sigurðar, hann viðaði að safninu efni, skráði gripi og skrifaði um þá skýrslur.<ref>Matthías Þórðarson (1912), bls. 4-5</ref> Voru skýrslurnar gefnar út af Hinu íslenska bókmenntafélagi, að hluta til að Sigurði látnum. Fyrir vinnu sína á Forngripasafninu fékk Sigurður lítið borgað og bjó hann oft við þröngan kost.<ref>Matthías Þórðarson (1912), bls. 8-9</ref>
 
=== Leikhús ===