„Chiang Kai-shek“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 32:
Frá 1928 til 1948 var Chiang formaður Þjóðarhernaðaráðs Lýðveldisins Kína. Chiang var íhaldssamur í félagsmálum og hélt upp á hefðbundin kínversk gildi. Hann hafnaði bæði lýðræði í vestrænum stíl og þjóðernissinnaða en sósíaldemókratíska lýðræðinu sem Sun hafði aðhyllst og rak þess í stað alræðisstjórn. Þar sem Chiang tókst ekki að friðþægja kínverska kommúnista líkt og Sun hafði gert útrýmdi hann þeim í fjöldamorðum í [[Sjanghæ]] og bældi niður uppreisnir í [[Guangzhou]] og annars staðar.
 
Við byrjun annars kínversk-japanska stríðsins, sem rann síðar inn í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldina]] var Chiang rænt og hann neyddur til samstarfs við kommúnistana gegn Japönum. Eftir að Japanir voru sigraðir mistókst tilraun Bandaríkjamanna til að semja um samsteypustjórn flokkana árið 1946. [[Kínverska borgarastyrjöldin]] hélt áfram og endaði þannig að [[Kínverski kommúnistaflokkurinn]] undir stjórn [[MaoMaó Zedong]] sigraði þjóðernissinnana og stofnaði [[Alþýðulýðveldið Kína]] árið 1949. Ríkisstjórn og her Chiangs flúði til [[Taívan]], þar sem Chiang kom á [[herlög|herlögum]] og útrýmdi andófsmönnum sínum í svokallaðri „hvítri ógnarstjórn.“
 
Eftir flóttann til Taívan var það ávallt opinber stefna ríkisstjórnar Chiangs að hún myndi endurheimta kínverska meginlandið. Chiang réð óumdeildur yfir Taívan sem forseti Lýðveldisins Kína og hershöfðingi Kuomintang til dauðadags árið 1975, einu ári áður en MaoMaó dó.
 
== Heimild ==