„Haile Selassie“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 28:
|útgefandi=''[[Þjóðviljinn]]''|ár=1975|mánuður=28. ágúst|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=26. febrúar}}</ref>
 
Sem ríkisstjóri Eþíópíu stóð Ras Tafari fyrir ýmsum umbótum í þágu nútímavæðingar. Á þessum tíma voru nýir skólar stofnaðir í höfuðborginni [[Addis Ababa]], nemendur voru sendir í nám erlendis, ný sjúkrahús voru byggð og byrjað var að prenta bókmenntir á [[Amharíska|amharísku]]. Jafnframt var þrælahald formlega afnumið með lagasetningu árið 1923 samhliða inngöngu Eþíópíu í [[Þjóðabandalagið]].<ref name=uppreisnin>{{Bókaheimild|höfundur=Felix Ólafsson|titill=Bókin um Eþíópíu|útgefandi=Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins|staður=Reykjavík|ár=1974|bls=159}}</ref> Tafari lenti oft í útistöðum við Zauditu keisaraynju, sem var mun íhaldssamari en ríkisstjórinn og þótti hann of nýjungagjarn.<ref>{{Vefheimild|titill=Uppreisnin í Eþíópíu|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1333124|útgefandi=''[[Morgunblaðið]]''|höfundur=Felix Ólafsson|ár=1960|mánuður=30. desember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=26. febrúar}}</ref>
 
Árið 1928 gerðu Zauditu og aðrir íhaldsmenn tilraun til þess að losa sig við Tafari. Þessi tilraun fór út um þúfur og Zauditu neyddist í kjölfarið til að lýsa Tafari konung (''[[negus]]'') yfir Eþíópíu. Formlega séð var hann áfram undirmaður keisaraynjunnar en í reynd fór hann þaðan af með öll völd þjóðhöfðingjans.<ref name=uppreisnin/>
 
===Stríðið við Ítali===