„Yasser Arafat“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 120.29.76.61 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Akigka
Merki: Afturköllun
Hanshreinsson (spjall | framlög)
Bætti við texta
Lína 1:
[[Mynd:Yasser-arafat-1999-2.jpg|thumb|right|Yasser Arafat með höfuðfatið sem einkenndi hann, [[keffiyeh]]]]
 
'''Yasser Arafat''' ([[arabíska]]: ياسر عرفات‎) ([[fæðing|fæddur]] [[4. ágúst]] eða [[24. ágúst]] [[1929]], dó [[11. nóvember]] [[2004]]), fæddur '''Muhammad `Abd ar-Ra'uf al-Qudwa al-Husayni''' (محمد عبد الرؤوف القدوة الحسيني) og einnig þekktur sem '''Abu `Ammar''' (ابو عمّار), var formaður [[PalestínskuFrelsishreyfing frelsissamtökinPalestínumanna (PLO)|PalestínskuFrelsishreyfingar Palestínumanna frelsissamtakanna]] (PLO)]] ([[1969]]–[[2004]]);, [[forseti]] [[Palestínska heimastjórnin|palestínsku heimastjórnarinnar]] (PNA) ([[1993]]–[[2004]]);, og hlaut [[Friðarverðlaun Nóbels]] [[1994]] ásamt [[Shimon Peres]] og [[Yitzhak Rabin]].
 
== Æviágrip ==
Arafat fæddist í ágúst árið 1929. Heimildum ber ekki saman um hvort hann fæddist í [[Jerúsalem]] 4. ágúst eða þann 24. í [[Kaíró|Karíó]]. Hann var næst yngstur sjö barna velstæðs kaupmanns frá Gazaborg í Palestínu . Fyrstu árin bjó hann ýmist í Jerúsalem eða Karíó en árið 1949 hóf hann nám við háskólann í Kaíró.  Þar kviknaði einnig  pólítískur áhugi hans. Hann varð forseti sambands palenstínskra stúdenta og tók þátt í starfi [[Bræðralag múslima|Bræðralags múslima]].  Aðkoma hans að bræðralaginu átti eftir að kosta hann stutta fangelsisvist þegar [[Egyptaland|egypsk]] stjórnvöld sóttu að samtökunum. Árið 1956 útskrifaðist Arafat með gráðu í verkfræði og var þá þegar kallaður í egypska herinn vegna [[Súesdeilan|Súez deilunnar.]]
 
== Fatah og PLO ==
Árið 1959 var hann einn af stofnendum [[Fatah]]  sem áttu eftir að verða ein áhrifaríkustu samtök Palestínuaraba og síðar stærsti flokkurinn innan Frelsishreyfingar Palestínumanna, PLO . Þessi samtök áttu eftir að starfa í nokkurri andstöðu við vilja ýmissa þjóðarleiðtoga araba. Vildu þeir að baráttan fyrir frjálsri Palestínu færi fram undir forystu annarra arabískra ríkja enda [[Pan-arabismi]] í hámæli á þessum tíma. Arafat komst hinsvegar fljótlega að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að treysta á aðrar arabískar þjóðir í baráttu fyrir sjálfstæðri Palestínu heldur yrði það að vera í höndum Palestínumanna sjálfra. Leit hann mikið til aðferða [[Alsír|Alsíringa]] í frelsisbaráttu þeirra gegn [[Frakkland|Frökkum]].
 
Eftir afhroð hersveita arabríkja í [[Sex daga stríðið|Sex daga stríðinu]] 1967 styrktist staða Arafat og Fatah verulega. Sveitir Palestínumanna sem héldu út skæruhernaði frá bækistöðvum sínum í [[Jórdanía|Jórdaníu]] voru þær einu sem höfðu náð einhverjum árangri og ljóst að ekki var hægt að treysta á önnur ríki. Í kjölfarið var Arafat kjörinn leiðtogi PLO. Aðferðarfræði Arafat og PLO var tvíþætt. Í annan stað notaði hann diplómatískar leiðir til að fá samtökin viðurkennd sem réttmæt stjórnvöld ríkis Palestínumanna, hinsvegar var áfram beitt skæruhernaði gegn [[Ísrael]]. Þar að auki beittu ýmsir hópar innan PLO, eins og PFLP og Svarti september, hryðjuverkaárásum í auknum mæli.
 
Styrkur og fjöldi liðsmanna PLO í Jórdaníu jókst sífelt, ekki síst í kjölfar Sex daga stríðsins. Það átti eftir að valda núningi og síðar átökum við stjórnvöld í Jórdaníu og neyddist Arafat til að flytja höfustöðvar PLO til [[Líbanon]] árið 1970. Pólitísk barátta bar smá saman árangur og árið 1974 viðurkenndi [[Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna]] PLO sem réttmæta fulltrúa Palestínumanna og veitti þeim stöðu áheyrnarfulltrúa. Af því tilefni ávarpaði Arafat þingið þar sem hann sagðist bera „ólívugrein í annarri hendi en byssu í hinni.“ En  raunin varð þó sú að raunverulegur árangur í þeirri viðleitni að stofna ríki Palestínumanna var hægur. Mörg ríki, þar á meðal Ísrael og [[Bandaríkin]], litu á PLO sem hryðjuverkasamtök og Arafat neitað staðfastlega að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.
[[Mynd:Flickr - Government Press Office (GPO) - THE NOBEL PEACE PRIZE LAUREATES FOR 1994 IN OSLO..jpg|thumb|Yasser Arafat, Yitzhak Rabin og Shimon Peres taka við Friðarverðlaun Nóbels 1994]]
PLO hrökkaðist frá Líbanon í borgarastyrjöldinni 1982 og settu næst upp höfuðstöðvar í [[Túnis]]. Næstu árin gekk baráttan áfram hægt en árið 1988 var stigið stórt skref þegar Arafat lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna á [[Vesturbakkinn|Vesturbakkanum]] og [[Gasaströndin|Gasaströndinni]] auk þess sem PLO afneitaði hryðjuverkum. Í kjölfar hófust samningaumleitarnir og árið 1993 var [[Oslóarsamkomulagið]] undirritað. Þar viðurkenndi Arafat formlega Ísrael og Yitzhak Rabin forsætisráðherra viðurkenndi PLO sem fulltrúa Palestínumanna sem fengu í kjölfarið aukna sjálfstjórn. Arafat gat þá loks snúið til baka til Palestínu eftir margra ára útlegð og kom á fót höfuðstöðvum á Vesturbakkanum. Þeir Arafat og Rabin, auk Shimon Peres utanríkisráðherra Ísraels, hlutu friðarverðlaun Nóbels árið eftir. Þrátt fyrir þetta tímamóta samkomulag þokaðist lítið áfram. Áframhaldandi samningaviðræður skiluðu engu og ofbeldi mikið á báða bóga, bæði með hyðjuverkum og beinum hernaði. Rabin var myrtur af andstæðingi friðarsamkomulagsins árið 1995 og harðlínumaðurinn [[Benjamin Netanyahu]] , sem taldi friðarviðræður við Palestínumenn tímasóun, náði völdum. Viðræður skiluðu því litlu næstu árin og önnur uppreisn Palestínumanna braust úr árið 2000. Hryðjuverkaárásirnir í Bandaríkjunum í september 2001 og stríðið gegn hryðjuverkum sem [[George W. Bush]] lýsti yfir í kjölfarið áttu enn eftir að þrengja stöðu Arafat og íbúa Palestínu.
 
== Arfleið ==
Í október 2004 veiktist Arafat og var fluttur í skyndi til Parísar til meðferðar. Þar lést hann 11. nóvember 2004, 75 ára að aldri.
 
== Tenglar ==