„Dauðarefsing“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
uppfæri, viðbót
Lína 5:
<br /><font color="#cc7662">'''Rautt'''</font>: Dauðarefsingu beitt vegna ákveðinna afbrota]]
[[File:Beccaria - Dei delitti e delle pene - 6043967 A.jpg|thumb|[[Cesare Beccaria]], ''Dei delitti e delle pene'']]
'''Dauðarefsing''' felst í því að [[aftaka|taka af lífi]] [[Dómur|dæmda]] [[Sakamaður|sakamenn]] í [[refsing]]arskyni. [[aftaka|Aftökur]] á brotamönnum og pólitískum andstæðingum hafa verið hluti af nánast öllum samfélögum í gegnum tíðina en hafa nú verið afnumdar í mörgum [[land|löndum]]. Flest ríki í [[Evrópa|Evrópu]], [[Ameríka|Ameríku]] og [[Eyjaálfa|Eyjaálfu]] hafa afnumið dauðarefsingu úr lögum sínum, annaðhvort algjörlega eða fyrir glæpi sem ekki eru framdir við sérstakar aðstæður eins og til dæmis á [[stríð]]stímum eða þá að þau hafa ekki tekið neinn af lífi í lengri tíma. Stærsta undantekningin eru [[Bandaríkin]]. Í [[Asía|Asíu]] halda flest ríki í dauðarefsingu og í [[Afríka|Afríku]] eru ríkin álíka mörg sem að nota dauðarefsingu og þau sem gera það ekki {{heimild vantar}}.
 
Árið 2017 höfðu 142 ríki afnumið dauðarefsingu í lögum eða í reynd. Fjögur lönd voru ábyrg fyrir 84% af aftökum árið 2017 (Sádí Arabía, Írak, Pakistan og Íran). Kína er þar undanskilið en tölfræðin er ekki gefin út. Að minnsta kosti 56 ríki viðhalda dauðrefsingum. Sum ríki hafa ekki tekið af lífi í áratugi en hafa ekki afnumið dauðarefsingu með lögum. <ref>[https://www.bbc.com/news/world-45835584 Death penalty: How many countries still have it?]BBC, skoðað 4. apríl, 2019.</ref>
 
Þar sem dauðarefsing er notuð er það vegna þeirra glæpa sem metnir eru alvarlegastir í hverju samfélagi. Oft er það aðeins [[morð]] en í mörgum ríkjum einnig fyrir glæpi eins og: [[landráð]], [[nauðgun|nauðganir]], [[fíkniefni|fíkniefnaglæpi]], [[þjófnaður|þjófnaði]], [[spilling]]u, [[hryðjuverk]], [[sjórán]] og [[íkveikja|íkveikjur]]. Ýmis hegðun tengd [[trúarbrögð]]um og [[kynlíf]]i varðar ekki lengur við dauðarefsingu víðast hvar, þar má nefna [[galdrar|galdra]], [[villutrú]], [[trúleysi]], [[samkynhneigð]] og [[hórdómur|hórdóm]]. Í [[her]]jum eru oft sérstakir herdómstólar sem að dæma menn til dauða fyrir [[heigulsháttur|heigulshátt]], [[liðhlaup]], [[óhlýðni]] eða [[uppreisn]]ir.