Munur á milli breytinga „Ragnheiður Jónsdóttir“

m
(Fróðleikur um hárlit móður Ragnheiðar á ekki heima í málsgreininni)
[[Mynd:Gisli thorlaksson.jpg|thumb|Ragnheiður Jónsdóttir og [[Gísli Þorláksson]] Hólabiskup (1657-1684) ásamt tveimur fyrri konum Gísla, Gróu Þorleifsdóttur og Ingibjörgu Benediktsdóttur. Myndin máluð í [[Kaupmannahöfn]] 1684. Þessi mynd er fyrirmynd að myndinni á íslenska 5000 kr. seðlinum. Búnaður kvennanna er svartar hempur, hvítir faldar og barðahattar ofan á földunum.]]
'''Ragnheiður „yngri“ Jónsdóttir''' (f. [[1646]], d. [[1715]]) var prófastsdóttir úr [[Vatnsfjörður (Ísafjarðardjúpi)|Vatnsfirði]], dóttir séra [[Jón Arason í Vatnsfirði|Jóns Arasonar]] (f. [[1606]], d. [[1673]]) og [[Hólmfríður Sigurðardóttir|Hólmfríðar Sigurðardóttur]] konu hans.
 
Ragnheiður var ein tólf systkina og varð eiginkona tveggja biskupa á [[Hólar|Hólum]]. Hún var þriðja kona ([[1674]]) [[Gísli Þorláksson|Gísla Þorlákssonar]] og seinni kona [[Einar Þorsteinsson|Einars Þorsteinssonar]] ([[1696]]) en hann varð bráðkvaddur eftir aðeins eins mánaðar hjónaband. Ragnheiður þótti einn besti kvenkostur á Íslandi á sinni tíð og var mikilvirk hannyrðakona. Eftir að Ragnheiður varð ekkja, og fluttist frá Hólum, bjó hún langa hríð á [[Gröf á Höfðaströnd]] með Odd digra bróðir sinn sem ráðsmann. Ragnheiður tók nemendur í hannyrðanám, bæði meðan hún var biskupsfrú á Hólum 1674 til 1684, og einnig meðan hún bjó á Gröf.
 
Myndir af Ragnheiði prýða íslenska [[5000 króna seðill|5000 króna seðilinn]]. Reynt var að finna myndefni sem tengdist íslenskum konum og framlagi þeirra þegar [[kvennafrídagurinn]] var nýafstaðinn og kona, [[Vigdís Finnbogadóttir]], orðin [[forseti Íslands]] og var Ragnheiður ein af þeim konum í Íslandssögunni sem heimildir eru um. Á framhlið seðilsins er Ragnheiður og fyrri maður hennar Gísli Þorláksson biskup ásamt tveimur fyrri konum Gísla. Á bakhlið seðilsins er Ragnheiður ásamt tveimur stúlkum við hannyrðir og til hliðar er [[fangamark]] úr [[sjónabók]] Ragnheiðar. Stórt [[barokkmálverk]] sem Ragnheiður lét gera og sem varðveitt er á [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafninu]] er grunnurinn að mannamyndunum. Á seðlinum sést hún sitja í stól með kistusæti sem hún átti og nú er varðveittur í Þjóðminjasafninu, einnig heldur hún á sjónabók sem er til á safninu. Einnig er stuðst við og [[altarisklæði]] úr [[Laufáskirkja|Laufáskirkju]] sem talið er hennar verk og með hennar fangamarki. Sjónabók, stóll, tvær fatakistur, trafaöskjur, a.m.k. tvö bréf og handskrifuð sálmabók merkt Ragnheiði hafa varðveist.