„Áttatíu ára stríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Skipti út Tizian_060.jpg fyrir Fernando_Álvarez_de_Toledo,_III_Duque_de_Alba,_por_Antonio_Moro.jpg.
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 12:
 
==Innrás Vilhjálms==
[[1568]] sneri hann aftur til Niðurlanda ásamt bræðrum sínum með málaliðaher til að reyna að hrekja Fernando hertoga burt frá Brussel. Hann leit ekki á þetta sem uppreisn gegn konungi, heldur fremur sem leið til að ná aftur sáttum, þar sem hertoginn var gríðarlega óvinsæll. Fyrsta orrustan var [[orrustan við Rínardal]] [[23. apríl]] [[1568]]. Þar unnu Spánverjar sigur. Brátt var Vilhjálmur orðinn uppiskroppa með fé til að halda herförinni áfram og hún rann því út í sandinn. Hann var þó orðinn leiðtogi uppreisnarinnar, sem sá eini af niðurlenska aðlinum sem gat með góðu móti athafnað sig. Eitt af því sem hann gerði var að gefa út [[sóræningjaleyfisjóræningjaleyfi]] til skipa sem réðust á spænsk skip á [[Norðursjór|Norðursjó]]. Hópur niðurlenskra skipstjóra sem kölluðu sig [[Sjóbetlarar|Sjóbetlara]], tóku því upp sjórán og notuðu [[England|enskar]] hafnir sem bækistöðvar. Þeir nutu þess meðal annars að spænski flotinn átti þá í átökum við [[Tyrkjaveldi]] í [[Miðjarðarhaf]]inu og gat lítið beitt sér á Norðursjó.
 
==Uppreisnin blossar upp aftur==