Munur á milli breytinga „Steingrímur Hermannsson“

m
Steingrímur lét í fyrstu lítið á sér bera eftir að hann settist í helgan stein og tjáði sig sjaldan um málefni líðandi stundar. Hann tók þó þátt í því að stofna [[Heimssýn]], samtök sem berjast gegn inngöngu Íslands í [[Evrópusambandið]], og varð æ gagnrýnni á stefnu Framsóknarflokksins. Í [[Alþingiskosningar 2007|alþingiskosningunum árið 2007]] studdi Steingrímur opinberlega [[Íslandshreyfingin|Íslandshreyfinguna]] og birtist í sjónvarpsauglýsingum hennar í aðdraganda kosninganna. Vegna þessara aðgerða glataði Steingrímur að mestu óformlegri áhrifastöðu sinni innan Framsóknarflokksins.
 
Á síðustu æviárum sínum naut Steingrímur almennrar virðingar og margir bjuggust við því að hann myndi bjóða sig fram í [[Forsetakosningar á Íslandi 1996|forsetakosningunum árið 1996]]. Steingrímur afréð þó að bjóða sig ekki fram og sagðist vilja setjast í helgan stein fyrir áttræðisaldur. Æviminningar Steingríms komu út á árunum 1998 til 2000og2000 og urðu metsölubækur.
 
==Tilvísanir==