Munur á milli breytinga „Steingrímur Hermannsson“

ekkert breytingarágrip
Steingrímur var tvíkvæntur og eignaðist sex börn, þrjú í hvoru hjónabandi. [[Guðmundur Steingrímsson]], [[alþingi]]s-, [[tónlist]]ar- og [[blaðamaður]], er sonur Steingríms.
 
==Æska og menntun==
Faðir Steingríms var [[Hermann Jónasson]], sem einnig var [[forsætisráðherra Íslands]]. Þar sem faðir Steingríms var kunnur embættismaður átti Steingrímur nokkuð áhyggjulausa æsku þrátt fyrir að vaxa úr grasi á árum [[Kreppan mikla|kreppunnar miklu]]. Sem ungur drengur komst hann í náin kynni við íslensk stjórnmál á tímum [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]] og hlýddi gjarnan á samtöl um ríkismál í stofu föður síns.
 
Steingrímur vildi ekki feta í fótspor föður síns og gerast stjórnmálamaður og fór því í nám til [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] árið 1948. Hann útskrifaðist með bakkalársgráðu í rafmagnsverkfræði úr [[Illinois Institute of Technology|Tækniháskólanum í Illinois]] og með mastersgráðu frá [[Caltech]] árið 1952.<ref>{{Vefheimild|url=http://caltechcampuspubs.library.caltech.edu/2464/1/June_6,_1952.pdf |titill=Caltech Commencement Program |ár=1952|mánuður=6. júní |útgefandi=Caltech Campus Publications |árskoðað=2019|mánuðurskoðað=26. mars}}</ref> Eftir að Steingrímur sneri heim til Íslands og lenti í örðugleikum bæði í einkalífi sínu og vipskiptaferli ákvað hann að hefja þátttöku í stjórnmálum á sjöunda áratugnum. Hann var kjörinn á [[Alþingi]] fyrir [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokkinn]] árið 1971. Hann varð formaður flokksins árið 1979.
 
==Stjórnmálaferill==
Steingrímur var forsætisráðherra Ísæands frá 1983 til 1987 og aftur frá 1988 til 1991. Hann var einnig dóms-, kirkjumála- og landbúnaðarráðherra (1978–79), sjávarútvegs- og samgönguráðherra (1980–83) og utanríkisráðherra (1987–88). Hann var formaður Framsóknarflokksins frá 1979 til 1994. Eftir það var hann [[seðlabankastjóri]] þar til hann settist í helgan stein árið 1998.
 
===Utanríkismál===
Ríkisstjórn Steingríms hýsti [[Leiðtogafundurinn í Höfða|leiðtogafundinn í Höfða]] á milli [[Mikhaíl Gorbatsjev|Mikhaíls Gorbatsjev]] leiðtoga [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] og [[Ronald Reagan|Ronalds Reagan]] [[Forseti Bandaríkjanna|Bandaríkjaforseta]] árið 1986. Á þeim tíma olli niðurstaða fundarins vonbrigðum en í seinni tíð er gjarnan talið að fundurinn hafi verið mikilvægt skref í að binda enda á [[kalda stríðið]] og íslensku stjórninni var víða hrósað fyrir framkvæmd hans. Árið 1991, þegar [[Litháen]] lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum, lýsti Steingrímur yfir stuðningi við [[Vytautas Landsbergis]], forseta litháíska þingsins. Stuttu síðar varð Ísland fyrsta ríkið sem viðurkenndi formlega sjálfstæði Litháens.<ref>http://www3.lrs.lt/pls/inter/w5_show?p_r=4097&p_d=62813&p_k=1</ref>
 
Steingrímur lét í fyrstu lítið á sér bera eftir að hann settist í helgan stein og tjáði sig sjaldan um málefni líðandi stundar. Hann tók þó þátt í því að stofna [[Heimssýn]], samtök sem berjast gegn inngöngu Íslands í [[Evrópusambandið]], og varð æ gagnrýnni á stefnu Framsóknarflokksins. Í [[Alþingiskosningar 2007|alþingiskosningunum árið 2007]] studdi Steingrímur opinberlega [[Íslandshreyfingin|Íslandshreyfinguna]] og birtist í sjónvarpsauglýsingum fyrir kosningabaráttu hennar í aðdraganda kosninganna. Vegna þessara aðgerða glataði Steingrímur að mestu óformlegri áhrifastöðu sinni innan Framsóknarflokksins.
 
Á síðustu æviárum sínum naut Steingrímur almennrar virðingar og margir bjuggust við því að hann myndi bjóða sig fram í [[Forsetakosningar á Íslandi 1996|forsetakosningunum árið 1996]]. Steingrímur afréð þó að bjóða sig ekki fram og sagðist vilja setjast í helgan stein fyrir áttræðisaldur. Æviminningar Steingríms komu út á árunum 1998 til 2000og urðu metsölubækur.
 
==Tilvísanir==
<references/>
== Heimild ==
* http://www.althingi.is/altext/cv.php4?nfaerslunr=554