„Stjörnustríð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 13:
 
== Söguþráður ==
Forleikurinn, myndir I, II og III, fjalla um Anakin SkywalkerGeimgengill sem Qui-Gon Jinn finnur sem ungan strák á plánetunni Tatooine; Qui-Gonn trúir að Anakin muni skapa jafnvægi milli ljósu og myrku hliða máttarins og hjálpar honum að flýja þrældóm. Jedaráðið spáir því að líf Anakins verði eyðilagt af ótta og hatri, en leyfir þó Obi-Wan Kenobi, lærlingi Qui-Gon, að þjálfa Anakin, eftir að Darth Maul drepur Qui-Gon í lok fyrstu myndarinnar. Á sama tíma er verið að gera árás á plánetuna Naboo, undir stjórn drottningarinnar Padmé Amidala, og Jedarnir eru beðnir um liðsinni. Árásin er hluti af leynilegri áætlun Darth Sidious til að þingmaðurinn Palpatine (sem er hann sjálfur) nái að yfirtaka embætti kanslara lýðveldisins. Myndir II og III fjalla um Anakin sem dregst smám saman að myrku hlið máttarins. Í mynd II berst hann í Klónastríðunum, sem líka eru hluti af áætlun Palpatines, til að fá Anakin yfir að hinni myrku hlið máttarins. Anakin verður ástfanginn af Padmé og þau giftast í leyni. Í mynd III dreymir Anakin draum þar sem hann sér Padmé deyja í barnsnauð. Hann leitar hjálpar og finnur Darth Sidious (Palpatine) í geislasverðsbardaga við Mace Windu, þar sem hann drepur Windu og verður vinur Sidious. Anakin breytir svo nafni sínu í Darth Vader (sem hefur verið íslenskað sem „Svarthöfði“), Sidious sannfærir hann um að hann geti bjargað Padmé. Í lok myndar III særir Obi-Wan Kenobi Anakin með geislasverði í bardaga; á sama tíma deyr Padmé við að fæða tvíburana LukeLogi SkywalkerGeimgengill og Leia SkywalkerGeimgengill.
 
Mynd IV, ''Ný von'', hefst 19 árum seinna þar sem Svarthöfði er langt kominn við byggingu Helstirnisins, geimskips sem getur eyðilagt plánetu með einu öflugu geislaskoti. Geimskipinu er ætlað að útrýma bandalagi uppreisnarmanna sem varð til í andstöðu við keisaraveldið. Darth Vader hefur rænt Leiu SkywalkerGeimgengill sem hefur stolið teikningum af Helstirninu. Áður nær hún að koma teikningunum undan með því að fela þær í vélmenninu R2D2 sem flýr til plánetunnar Tatooine ásamt vélmennatúlknum C3PO. Vélmennin komast í hendur LukeLogi SkywalkerGeimgengill sem með aðstoð Obi-Wan Kenobi og Han Solo bjargar Leiu úr klóm Svarthöfða og kemur teikningunum í hendur uppreisnarmanna. Í lok myndarinnar gera uppreisnarmenn árás á Helstirnið og Luke og R2D2 tekst að sprengja það í loft upp. Í mynd V eru uppreisnarmenn á flótta undan keisaraveldinu. Andi Obi-Wan sendir Luke til Jedimeistarans Yoda til að hann fái þjálfun í notkun máttarins. Á meðan eru Leia og Han svikin í hendur Svarthöfða í Skýjaborg Lando Kalrissian. Svarthöfði lætur hausaveiðarann Boba Fett fá Han, sem hefur verið frystur, svo hann geti selt hann í hendur Jabba Hutt á Tatooine. Luke berst við Svarthöfða sem segir honum að hann sé í raun faðir hans. Svarthöfði sker aðra höndina af Luke sem fellur niður en er bjargað af Leiu og Lando. Í mynd VI bjarga Leia og Luke síðan Han úr klóm Jabba. Keisaraveldið er þá langt komið með smíði nýs Helstirnis. Uppreisnarmennirnir hyggjast gera árás en fyrst verða Leia og Han að aftengja orkuskjöld sem umlykur það frá plánetunni Endor. Svarthöfði nær Luke á sitt vald og berst við hann fyrir framan keisarann. Á síðustu stundu snýst Svarthöfða hugur og hann drepur keisarann en særist við það til ólífis. Luke fer með lík föður síns til Endor þar sem hann fær bálför.
 
Síðasti þríleikurinn hefst 30 árum eftir lok sjöttu myndarinnar. Luke er horfinn og Frumreglan vinnur að því að endurreisa keisaradæmið. Sonur Leiu og Han, Kylo Ren, er í þjónustu Frumreglunnar þar sem hann gegnir svipuðu hlutverki og afi hans, Svarthöfði, hjá keisaraveldinu. Frumreglan er langt komin með smíði nýs Helstirnis. Skransafnarinn Ray slæst í för með fyrrum stormsveitarmanni Frumreglunnar, Finn, til að koma korti af staðsetningu Luke til uppreisnarmanna. Með aðstoð Han Solo og Chewbacca tekst þeim að sprengja Helstirnið. Í lok myndarinnar finnur Ray Luke á plánetunni Ahch-To.
Lína 21:
== Kvikmyndir ==
=== Upprunalegu myndirnar ===
Upprunalegu Stjörnustríðsmyndirnar eru þrjár talsins; Sú fyrsta, ''Stjörnustríð'', kom út árið 1977. Árið 1981 var myndin endurútgefin sem ''Stjörnustríð - Fjórði hluti: Ný von'', sem passar betur inn í nafnakerfi seinni myndanna. Önnur myndin, ''Gagnárás keisaradæmisins'', kom út árið 1980. Árið 1983 kom þriðja myndin, ''Jedinn snýr aftur'', út. Aðalpersónan í þessum þremur myndum var LukeLogi SkywalkerGeimgengill, leikinn af [[Mark Hamill]]. Aðrar persónur voru meðal annars [[Han Solo]], leikinn af [[Harrison Ford]], Leia prinsessa, leikin af [[Carrie Fisher]] og Svarthöfði, leikinn af [[David Prowse]].
 
Árið 1997 kom út sérstök safnaraútgáfa á [[VHS]] með fyrstu þremur myndunum (IV, V og VI). Þar var búið að bæta myndgæðin með tölvutækni, til dæmis voru notuð þrívíddarmódel í staðinn fyrir leikbrúður. Atriðum var líka bætt við og auk þess fylgdi aukaefni með viðtölum og stuttmyndum um tæknileg atriði, eins og að yfirborð Helstirnisins hafi verið búið til úr borðtennisborðum og dóti völdu af handahófi.