„Bandaríkin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 52:
Bandaríkin eru þriðja eða fjórða stærsta land heims miðað við [[Listi yfir lönd og útliggjandi yfirráðasvæði eftir stærð|heildarflatarmál]]. [[Rússland]] og [[Kanada]] eru stærri en það veltur á skilgreiningu hvort [[Kína]] sé það einnig. 48 fylki Bandaríkjanna eru samtengd en tvö nýjustu fylkin eru staðsett nokkuð langt frá hinum. Það eru [[Alaska]] sem liggur að Kanada í vestri og [[Hawaii]] sem er [[eyjaklasi]] í suðvesturátt af meginlandi Bandaríkjanna.
 
Landsvæði Bandaríkjanna er afar fjölbreytt. Á austurströndinni eru stórar sléttur og [[LaufskógaLaufskógar|sumargrænir skógar]] sem ná langt inn í land. [[Appalachiafjöll]]in skilja austurstöndina frá [[Vötnin miklu|Vötnunum miklu]] og gresjunum í Miðvestrinu. [[Mississippifljót|Mississippi-]] og [[Missourifljót]] mynda saman fjórða lengsta fljótakerfi heims en þau renna að mestu frá norðri til suðurs í gegn um mitt landið. [[Slétturnar miklu]] teygja sig til vesturs þar til [[Klettafjöll]] taka við. Klettafjöllin eru fjallgarður sem nær suður til Nýju Mexíkó og stendur hæst í um 4.300 m (14.000 fet) í Colorado. Á vesturströndinni er að finna háa fjallgarða en einnig [[Eyðimörk|eyðimerkur]] á borð við [[Mojave-eyðimörkin]]a. Hæsti tindur Bandaríkjanna (og Norður-Ameríku) er [[Denali|Denali (McKinleyfjall)]] í Alaska en hann er 6.194 m. Virk [[Eldfjall|eldfjöll]] er að finna bæði í Alaska og Hawaii. Í [[Yellowstone-þjóðgarðurinn|Yellowstone-þjóðgarðinum]] er gríðarstór megineldstöð sem er sú stærsta í Norður-Ameríku. En 59 svæði hafa verið sett í flokk [[Listi yfir þjóðgarða í Bandaríkjunum|þjóðgarða í Bandaríkjunum]]
 
Þriðjungur Bandaríkjanna er [[Skógur|skógi]] vaxinn. Þetta er svipað hlutfall og var árið 1920 en 2/3 þeirra skóga sem voru um 1600.<ref>[https://www.safnet.org/publications/americanforests/StateOfAmericasForests.pdf American forests] Forest history society. Skoðað 29. apríl, 2016. </ref>