Munur á milli breytinga „Joseph Wirth“

55 bætum bætt við ,  fyrir 2 árum
m
 
 
==Æviágrip==
Wirth fæddist í [[Freiburg (Þýskaland)|Freiburg]] í þáverandi [[Stórhertogadæmið Baden|stórhertogadæminu Baden]] árið 1879. Hann nam stærðfræði, náttúruvísindi og hagfræði í háskólanum í Freiburg frá 1899 til 1906.<ref name="DHM">{{cite web|url=http://www.dhm.de/lemo/html/biografien/WirthJoseph/index.html |title=Biografie Joseph Wirth (á þýsku) |last=|first=|date=|website=|publisher=Deutsches Historisches Museum |accessdate=31. ágúst 2018|deadurl=yes |archiveurl=https://web.archive.org/web/20140711173355/http://www.dhm.de/lemo/html/biografien/WirthJoseph/index.html|archive-date=11. júlí 2014|deadurl=yes|accessdate=31. ágúst 2018}}</ref> Árið 1911 var hann kjörinn á borgarþing Freiburg fyrir [[Miðflokkurinn (Þýskaland)|Miðflokkinn]]. Hann sat á ríkisþingi Baden frá 1913 til 1921 og gekk á þýska ríkisþingið árið 1914. Wirth bauð sig fram í herinn þegar [[fyrri heimsstyrjöldin]] braust út en honum var hafnað af heilsufarsástæðum. Hann gekk þess í stað í [[Rauði krossinn|rauða krossinn]] og vann sem hjúkrunarliði á vesturvígstöðvunum þar til hann fékk lungnabólgu árið 1917.
 
Eftir afsögn [[Gustav Bauer|Gustavs Bauer]] kanslara í kjölfar [[Kappuppreisnin|Kappuppreisnarinnar]] árið 1920 varð Wirth fjármálaráðherra í ríkisstjórnum [[Hermann Müller|Hermanns Müller]] og [[Constantin Fehrenbach|Constantins Fehrenbach]]. Fehrenbach sagði af sér í maí árið 1921 vegna ágreinings um stríðsskaðabæturnar sem Þjóðverjar áttu að greiða bandamönnum og Wirth tók við kanslaraembættinu.
258

breytingar