„Þingvellir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar 82.112.90.26 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 130.208.204.5
Merki: Afturköllun
Lína 1:
<br />[[Mynd:Roca de la Ley, Parque Nacional de Þingvellir, Suðurland, Islandia, 2014-08-16, DD 036-039 PAN.JPG|thumb|200px|Þingvellir]]<br />
[[Mynd:Þingvellir - Þingvallatn map-fr.svg|thumb|Mörk þjóðgarðsins.]]
<onlyinclude>'''Þingvellir''' eru flatir, grasi grónir vellir norðan við [[Þingvallavatn]] á bökkum [[Öxará]]r, sem rennur eftir völlunum út í Þingvallavatn, sem er stærsta stöðuvatn á Íslandi. Þjóðgarður var stofnaður árið [[1928]] og nær hann yfir Þingvelli og nánasta umhverfi þeirra. Í Öxará er [[Öxarárfoss]], þar sem áin steypist ofan í [[Almannagjá]].</onlyinclude> Rennur áin síðan eftir gjánni og svo út úr henni og niður á vellina. Almannagjá er sprunga við vestanverða sigdældina á milli [[úthafsfleki|úthafsflekanna]] tveggja sem Ísland liggur á.
 
[[Mynd:Roca de la Ley, Parque Nacional de Þingvellir, Suðurland, Islandia, 2014-08-16, DD 009.JPG|thumb|left|Almannagjá á Þingvöllum]]<br />
[[Mynd:Cañón Flosagja, Parque Nacional de Þingvellir, Suðurland, Islandia, 2014-08-16, DD 044.JPG|thumbnail|left|Flosagjá]]
Þingvellir eru einn af mikilvægustu stöðunum í [[Ísland|íslenskri]] sögu. [[Alþingi]] var stofnað á Þingvöllum árið 930 og kom þar saman árlega allt fram til ársins [[1798]]. Það var árið 999 eða 1000 sem [[lögsögumaður]]inn [[Þorgeir Ljósvetningagoði]] lagðist undir feld og lýsti Íslendinga í kjölfarið kristna.
[[Mynd:Ornefnaskra Isl 1081618531960.gif|thumb|right|Staðsetning Þingvalla]]