„Þórshöfn (Langanesi)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Meira áberandi kort
Lína 1:
{{hnit dm|66|11.33|N|15|19.50|W|display=title}}
{{Location map
{{staður á Íslandi|staður=Þórshöfn|vinstri=150|ofan=14}}
|Ísland
|label=Þórshöfn
|alt=
|lat_dir=N|lat_deg=66|lat_min=11
|lon_dir=W |lon_deg=15|lon_min=19
|position=right
|width=250
|float=right
|caption=
}}
[[Mynd:Kerk van Þórshöfn.JPG|thumb|right|Þórshafnarkirkja.]]
'''Þórshöfn''' er þorp sem stendur á [[Langanes]]i og er í sveitarfélaginu [[Langanesbyggð]] í [[Norður-Þingeyjarsýsla|Norður-Þingeyjarsýslu]]. Íbúar á Þórshöfn voru 358 talsins, árið 2015. Flestir urðu íbúarnir um 500 upp úr 1970.
 
Þórshöfn er reist í landi jarðarinnar [[Syðralón]]s við austanverðan [[Lónafjörður|Lónafjörð]], við vík sem var gott skipalægi frá náttúrunnar hendi og var notuð sem höfn frá fornu fari. Höfnin er kennd við þrumuguðinn [[Þór (norræn goðafræði)||Þór]].
 
Seint á 16. öld var töluvert um siglingar [[Þýska öldin|þýskra kaupmanna]] til Þórshafnar og kölluðu þeir verslunarstaðinn ''Dureshaue''. Þessi verslun lagðist niður með [[Einokunarverslunin|einokunarversluninnieinokunarverslunin]]ni [[1602]] og þurftu þá bændur að fara annaðhvort til [[Vopnafjörður|Vopnafjarðar]] eða [[Húsavík]]ur til að versla en frá [[1684]] voru þeir skikkaðir til að fara til Húsavíkur, sem var mun lengri og erfiðari leið. Þetta breyttist þó aftur 1691 og máttu þeir þá versla á Vopnafirði. Einnig mun oft hafa verið töluvert um [[launverslun]] við duggara.
 
Kaupmenn á Vopnafirði og [[Raufarhöfn]] fengu leyfi yfirvalda til að versla á Þórshöfn vorið 1839 og árið 1846 var löggiltur þar verslunarstaður. [[Gránufélagið]] fór að sigla þangað 1870 og reisti fiskverkunarhús 1884 í [[Heiðarhöfn]], nokkru norðar á Langanesi. [[Pöntunarfélag]] var stofnað á Langanesi 1895 og hafði aðstöðu á Þórshöfn og 1897 reisti verslun [[Ørum & Wulff]] verslunarhús á staðnum. Aðalverslunarrekandinn nær alla 20. öld var þó Kaupfélag Langnesinga.
 
Fyrst er vitað til þess að einhver hafi haft búsetu á Þórshöfn upp úr 1880 þegar hjónin Helgi Eymundsson og Hólmfríður Jónsdóttir settust þar að en þau fluttu raunar til [[Vesturfarar|Vesturheims]] 1883. Árið 1901 voru 88 íbúar þar og á sama tíma voru að vaxa upp tveir aðrir þéttbýlisstaðir á Langanesi, [[Skálar |Skálar]] og Heiðarhöfn, sem báðir eru nú löngu komnir í eyði.
 
[[Útgerð]] varð fljótt aðalatvinnuvegur íbúanna. [[Vélbátur|Vélbátaútgerð]] hófst 1920 og árið 1937 hófust framkvæmdir við hafnargerð. Útgerð og [[fiskvinnsla]] er enn aðalatvinnuvegur þorpsbúa og er stærsti atvinnurekandinn [[Hraðfrystistöð Þórshafnar]], sem gerir út tvö skip og rekur fiskvinnslu.