„Jóhann 3. Svíakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 3:
 
== Hertogi Finnlands ==
Jóhann var næstelsti sonur [[Gústaf Vasa|Gústafs Vasa]]. Móðir hans var miðkona Gústafs, [[Margrét Eiríksdóttir (Leijonhufvud]]). Eldri hálfbróðir hans, Eiríkur, erfði krúnuna þegar faðir þeirra dó [[1560]]. Ekki er annað að sjá en vel hafi farið á með bræðrunum framan af en um það leyti sem Eiríkur varð konungur fór hann að sýna ýmis einkenni [[geðklofi|geðklofa]] og fékk sænska aðalinn upp á móti sér, þar með talinn Jóhann bróður sinn.
 
Eiríkur ásakaði bróður sinn um [[landráð]] og í júní var dæmdur frá lífi, eignum og erfðarétti. Jóhann, sem ekki var viðbúinn dómnum, var innikróaður í [[Åbo]]-kastala og varðist þar í nokkrar vikur en gafst svo upp gegn því að vera settur í fangelsi sem hentaði stétt hans. Hann var svo fluttur til Svíþjóðar og hafður í haldi í [[Gripsholm]]shöll ásamt eiginkonu sinni, pólsku konungsdótturinni [[Katrín Jagellonika|Katrínu Jagelloniku]], sem hann hafði gifst ári áður. Þar voru þau í fjögur ár og fæddust tvö börn þeirra í fangelsinu. Jóhann, sem var bókhneigður, drap tímann með því að lesa og auka menntun sína, sem raunar var ágæt fyrir.