Munur á milli breytinga „Brynjólfur Sveinsson“

Jón Arason var langa-langafi Brynjólfs, ekki langafi eins og stóð áður!
m (Tók aftur breytingar 217.171.220.199 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Eantonsson)
Merki: Afturköllun
(Jón Arason var langa-langafi Brynjólfs, ekki langafi eins og stóð áður!)
 
== Æviferill ==
Brynjólfur fæddist í [[Holt í Önundarfirði|Holti]] í [[Önundarfjörður|Önundarfirði]], sonur Sveins Símonarsonar prests þar og síðari konu hans, Ragnheiðar, dóttur [[Staðarhóls-Páll|Staðarhóls-Páls]] Jónssonar og [[Helga Aradóttir|Helgu Aradóttur]]. Var [[Jón Arason]] biskup langa-langafi hans. Hann þótti afburðanámsmaður og var orðlagður grískumaður. Hann var í [[Skálholtsskóli|Skálholtsskóla]] [[1617]]-[[1623]] og lærði við [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] [[1624]]-[[1629]]. Þá kom hann heim en fékk ekki embætti sem honum líkaði svo að hann las grísku heima í Holti en sigldi aftur til Kaupmannahafnar [[1631]] og hélt áfram námi. Ári síðar var hann ráðinn [[konrektor]] við [[Hróarskelduháskóli|Hróarskelduháskóla]] [[1632]]-[[1638]]. Þá fór hann heim til Íslands í heimsókn og ætlaði síðan að mennta sig enn frekar suður í Evrópu, var búinn að fá fjárstyrk til þess frá Hróarskelduháskóla, en var þá kjörinn biskup í Skálholti þvert gegn vilja sínum. Hann reyndi að koma sér undan embættinu, sagðist fyrst og fremst vera skólamaður og kennari en ekki guðfræðingur, en það var einmitt talin þörf á slíkum manni til að efla skólann í Skálholti og Brynjólfur var biskup næstu 35 árin.
 
Brynjólfur var áhugasamur um [[náttúruvísindi]] og [[hugvísindi]], safnaði [[fornrit]]um og var áhugamaður um útgáfu þeirra. Hann reyndi að fá leyfi fyrir [[prentsmiðja|prentsmiðju]] í [[Skálholt]]i, en það strandaði á mótspyrnu [[Þorlákur Skúlason|Þorláks biskups]] á [[Hólar|Hólum]], sem vildi sitja einn að allri prentun í landinu. Biskupsstóllinn í Skálholti þótti dafna vel í biskupstíð Brynjólfs, enda var fremur gott í ári og Brynjólfur góður fjáraflamaður. Hann var einn af helstu leiðtogum landsins og átti góð samskipti við [[Hinrik Bjelke]] höfuðsmann þótt hann yrði að láta að vilja hans á Kópavogsfundi.
Óskráður notandi