„Austur-Tímor“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 35:
 
==Saga==
[[Portúgal]]ir stofnuðu verslunarstaði á Tímor á [[16. öldin|16. öld]] einkum vegna þess hve þar óx mikið af [[sandalviður|sandalvið]]. Nýlendan Portúgalska Tímor var stofnuð árið [[1769]] þegar Portúgalir stofnuðu borgina [[Dili]]. Landamæri milli Portúgölsku Tímor og vesturhlutans sem [[Holland|Hollendingar]] réðu yfir voru fest af [[Alþjóðadómstóllinn í Hag|Alþjóðadómstólnum í Hag]] árið [[1914]]. Í kjölfar [[Nellikubyltingin|Nellikubyltingarinnar]] í Portúgal árið [[1974]] hurfu Portúgalir frá nýlendunni sem leiddi til borgarastyrjaldar. Annar stríðaðilinn, [[Fretilin]], lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis [[28. nóvember]] [[1975]]. Indónesía gerði innrás í desember sama ár og gerði Austur-Tímor að 27. héraði Indónesíu í júlí árið eftir. [[Hernám Austur-Tímor]] einkenndist af ofbeldi og kúgun. Skæruliðahreyfingin [[Falintil]] barðist gegn hernámsliðinu til 1999. [[Blóðbaðið í Dili]] árið [[1991]] varð til þess að alþjóðasamfélagið snerist gegn Indónesíu og eftir [[fall [[Suharto|Suhartos]] árið [[1998]] var ákveðið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Austur-Tímor undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Sjálfstæði Austur-Tímor gekk formlega í gildi árið 2002.
 
Austur-Tímor er annað tveggja landa í Asíu þar sem meirihluti íbúa er [[kaþólsk trú|kaþólskrar trúar]]. 37,4% landsmanna eru undir [[alþjóðleg fátæktarmörk|alþjóðlegum fátæktarmörkum]] og um helmingur landsmanna er [[ólæsi|ólæs]]. Efnahagur Austur-Tímor hefur vaxið hratt undanfarin ár. Helstu útflutningsafurðir landsins eru [[olía]] og [[gas]], auk [[kaffi]]s.
 
== Stjórnsýsluskipting ==