„Lionel Messi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Uppfært
Lína 27:
Messi hefur unnið til 29 bikara, þar á meðal 8 í spænsku deildinni [[La Liga]], fjóra meistaradeildartitla og fjóra Copa del Rey-bikartitla. Hann er markahæsti leikmaður allra tíma í La Liga með 400 mörk og einnig með flestar stoðsendingar. Messi hefur skorað flest mörk á einu tímabili þar eða 50 mörk. Með landsliði Argentínu er hann fyrirliði og er markahæsti maður í sögu þess. Árið 2018 náði hann 100. marki sínu í [[Meistaradeild Evrópu]] þegar Barcelona sló Chelsea út.
 
Í öllum keppnum í efstu deildum hefur Messi skorað meira en 650680 mörk.
 
Messi hóf fótboltaferil sinn árið [[1995]] hjá fótboltaliðinu Newell's Old Boys, sem er staðsett í argentínsku borginni [[Rosario]]. Messi var þrettán ára, þegar hann fluttist til Barcelona og eftir þriggja ára dvöl hjá félaginu hafði hann farið í gegnum C og B lið félagsins og komst í leikmannshóp aðalliðs félagsins, sextán ára að aldri. Fyrsti leikur hans var vináttuleikur við Porto en hann varð ekki reglulegur leikmaður félagsins fyrr en að fjöldi leikmanna félagsins meiddist og yngri leikmenn voru kallaðir inn.<ref>{{vefheimild |url=http://www.fcbarcelona.com/web/english/futbol/temporada_09-10/plantilla/jugadors/messi.html |titill=Lionel Andrés Messi |höfundur=FC Barcelona |tungumál=enska |mánuðurskoðað=17. nóvember |árskoðað=2010}}</ref>