„Haukur Morthens“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kfk (spjall | framlög)
Tek aftur breytingu 1624530 frá Þjarkur (spjall)
Merki: Afturkalla
m Tók aftur breytingar Kfk (spjall), breytt til síðustu útgáfu Þjarkur
Merki: Afturköllun
Lína 22:
| fyrr =
}}
 
[[Mynd:Haukur_24_%C3%A1ra.tif|thumb|Hawaii-kvartettinn 1948. Á myndinni eru Hilmar Skagfield (hawaii-gítar), Ólafur Máríusson (gítar), Haukur Morthens (söngur), Eyþór Þorláksson (gítar) og Hallur Símonarsson (kontrabassi).]]
[[Mynd:Orion_Quintet_%C3%AD_uppt%C3%B6kusal_R%C3%9AV_me%C3%B0_Hauki_Morthens_1956._.JPG|thumb| Orion Quintet í upptökusal RÚV með Hauki Morthens 1956. Á myndinni eru Sigurður Guðmundsson (píanó), Andrés Ingólfsson (alto-sax), Sigurbjörn Ingþórsson (kontrabassi), Guðjón Ingi Sigurðsson (trommur), Haukur Morthens (söngur) og Eyþór Þorláksson (gítar).]]
[[Mynd:GEOK_199-Haukur_Morthens-.jpg|thumb| Haukur Morthens - Fjögurra laga plata 1957-8]]
[[Mynd:HM_03.jpg|thumb| Haukur Morthens söngvari 1959]]
Lína 31 ⟶ 28:
[[Mynd:NO_102-_Faxaf%C3%B3n-Haukur_Morthens-.jpg|thumb| Haukur Morthens - Faxafón NO 102]]
[[Mynd:Steinar_1509-HM-1981.jpg|thumb| Haukur Morthens - Tilhugalíf 1981]]
 
 
'''Gústav Haukur Morthens''' ([[17. maí]] [[1924]] – [[13. október]] [[1992]]) var íslenskur söngvari. Hann var einn frægasti söngvari á [[Ísland|Íslandi]] á seinni hluta [[20. öld|20. aldar]]. Haukur Morthens var föðurbróðir [[Bubbi Morthens|Bubba Morthens]].
 
== Æviágrip ==
[[Haukur Morthens]] fæddist við Þórsgötu í Reykjavík, sonur [[Edvard Morthens|Edvards Morthens]], norsks manns og Rósu Guðbrandsdóttur ættaðri úr Landssveit. Haukur var 11 ára þegar hann kom fyrst fram með [[Drengjakór Reykjavíkur]] á söngskemmtan í Nýja bíó og söng einsöng. Svo liðu árin, Haukur þroskaðist sem og feimnin sem átti tök í honum. Í Alþýðuprentsmiðjunni þar sem hann var við nám, þá 18 ára, voru tvær stúlkur sem voru að undirbúa skemmtun fyrir Alþýðuflokkinn. Þær voru ólmar að fá þennan unga og glæsilega mann til að syngja á skemmtuninni enda höfðu fregnir borist um hæfileika hans. Haukur var tregur til enda feiminn en gat vart neitað svo fögrum meyjum og sló til.<ref>Jónas Jónasson (1993): bls. 25.</ref> Þar með var teningunum kastað og þegar Haukur Morthens hóf feril sinn 19 ára með [[hljómsveit Bjarna Böðvarssonar]] eignaðist þjóðin einn sinn frægasta, ástsælasta og þekktasta dægurlagasöngvara fyrr og síðar.<ref>Jónas Jónasson (1993): bls. 27.</ref><gallery>
 
=== Upphafið ===
Blaðamenn Þjóðviljans (MR og ph) gómuðu Hauk á förnum vegi árið 1976 og áttu við hann tal.
{{Tilvitnun2|"Hvar maður er fæddur, — það er nú það, — maður er bara fæddur hér á Þórsgötunni í Reykjavík."
 
— En Morthens nafnið?
 
Það er norskt. Faðir minn var norskur. Hann fluttist hingað rétt upp úr aldamótum 1900. Hann var verslunarmaður, en starfaði þegar hann kom hingað við að koma upp síldarbræðslum á Siglufirði og austur á fjörðum. Hann rak á tíma sína eigin bræðslu í Hafnarfirði. Móðir mín var [[Rósa Guðbrandsdóttir]] og er af Rangárvöllunum.
 
— Var mikið um tónlist í uppeldi þínu?
 
Nei, ekki get ég sagt það. Ég tók nokkra píanótíma sem barn. Fiktaði líka við básúnuleik þegar ég var 17 ára.
 
— Þú hefur hljómplötuútgáfu 1954?
 
Já, ég flýtti mér nú hægt. [[Haraldur Ólafsson]] í [[Fálkinn|Fálkanum]] var búinn að ræða þetta oft við mig. Verslunin [[Drangey]] ([[Íslenzkir tónar]]) var þá komin með töluverða útgáfu, svo Haraldur segir við mig, maður kom nú oft í Fálkann til að kaupa sér plötur: "Eigum við ekki að drífa í þessu," segir hann. Ég samþykkti það og við tókum saman lista á fyrstu þrjár plöturnar, 78 snúninga. Þær voru teknar upp hér heima.
 
— Á þessum tíma ertu orðinn atvinnumaður sem söngvari?
 
Ég gerði ekkert annað í sextán ár, frá '54 til '70. Þetta hefur ekki alltaf verið vel launað starf. Þetta er allt næturvinna og dansmúsikantar hafa ekki staðið nógu vel að sínu. Því hefur farið aftur miðað við þau hlutföll sem áður voru. Á vissu tímabili, frá '53 til '63, þá var þetta mjög gott, ágætlega launað.
 
— Frá fyrstu plötunni '54, Borg mín borg, áttu nær óslitinn feril til '60 hjá Fálkanum og tekur mest upp í Höfn. Þetta er mikill fjöldi laga og flest vann [[Jörn Grauengård]] með þér. Hver var hann?
 
Hann var gítaristi sem ég var svo heppinn að rekast á á veitingastað í Höfn. Hann var þar með hljómsveit og þeir spiluðu ekki ósvipað og [[Nat King Cole|King Cole tríó]]. Fallega, skemmtilega músikk, djass, — það var ekki dansað annað. Það var þannig að ég fór með KK til Noregs '54, vorum með konsert í Osló með norskum listamönnum. Nú, — okkur var vel tekið, ég fór svo heim í gegnum Kaupmannahöfn og rakst þá á þennan mann. Ég hugsaði með mér, kannski ég leggi í að spyrja hann hvort hann vilji spila með mér á plötu. Ég hafði lofað Haraldi í Fálkanum að syngja inn á þrjár plötur. Ég gaf mig því á tal við hann og hann sagði að þetta væri sjálfsagt, hann væri á samningi hjá [[His masters voice]] í Höfn, þannig að ekkert væri auðveldara. Eyþór Þorláks átti grunnana að lögunum í þetta skiptið, en Jörn allar útsetningar eftir það. Þetta leiddi til góðra kynna við þessa menn, sem lögðu sig alla fram sem undirleikarar, Þeim þótti gaman að þessum íslensku lögum, jafnvel meira gaman en íslenskum tónlistarmönnum. Og sumir þeirra voru snillingar á sín hljóðfæri. Jörn var bæði með eigin hljómsveit og svo fékk hann líka sessjónmenn í lið með sér.
 
— Víkjum nú að öðru. Þú hefur oft farið til útlanda og skemmt þar?
 
Já, ég hef farið víða, til Finnlands og verið þar um tíma, í Höfn hef ég oft verið, vann þar heilt sumar, Noregi sömuleiðis, Englandi, Þýskalandi, og svo náttúrlega í Færeyjum. Þar hef ég sungið í hverri eyju sem hægt er að komast uppí. Og svo fórum við til Rússlands '58.
 
— Hvernig stóð á því?
 
Þar var þá Heimsmót æskunnar. Þeir sem stóðu fyrir því hér heima spurðu hvort ég gæti komið og skemmt. Ég sagðist þurfa undirleik. Þeir töluðu um píanó, Þá bætti ég við bassa og trommum. Það var ókey. Svo ég fór að leita að mönnum í þetta. — Ég var þá að vinna með [[Gunnar Ormslev|Gunnari Ormslev]] niðri í Oddfellow. Þessir menn sem stóðu fyrir þessu vildu að [[Viðar Alfreðsson]] trompetleikari færi með, Það var komin öll hljómsveitin, nema Gunnar. Það var helvíti leiðinlegt að skilja hann einan eftir, svo því var reddað og við fórurn allir.
 
— Og gerðuð það gott?
 
Við gerðum það eins gott og hægt var að gera það. Okkur var feikivel tekið. Við vorum með dáldið djassað prógramm, vinsæl lög og rokk. Rokkið gerði mikla lukku. Það er nú í rokkinu þetta þjóðlagabít. Og þeim þótti það gaman. Við fórum eiginlega ekki út fyrir Moskvu, Við áttum að koma fram þrisvar, en komum fram í tuttugu skipti á sautján dögum. Og við fengum vel borgað fyrir þetta, miklar greiðslur. |MR og ph<ref>Þjóðviljinn 24. Október 1976 bls 14 – 15.</ref>}}
 
=== Vinsældalistinn 1959 ===
Poppskríbentinn [[Benedikt Viggósson]] skrifaði um tónlist í vikuritið [[Fálkinn|Fálkann]]. Í nóvember árið 1959 tók hann púlsinn á íslenska vinsældarlistunum.
{{Tilvitnun2|„Það má segja með sanni, að árið 1959 hafi verið sannkallað gullár fyrir Hauk Morthens. Hver metsöluplatan rak aðra. Hver man ekki eftir henni ''Lóu litlu á Brú'', ''Rock Calypso í réttunum'', nú eða hinu rómantíska ''Tjá tjá bambína''. Á þessu ári átti gamli góði Presley líka miklum vinsældum að fagna, eins og sjá má á eftirfarandi lista:
* WHAT YOU'VE DONE TO ME - Micki Marol og Paul Anka
* A FOOL SUCH AS I - Elvis Presley
* TJÁ TJÁ BAMBÍNA - Haukur Morthens
* I NEED YOUR LOVE TONIGHT - [[Elvis Presley]]
* SIMBI SJÓMAÐUR - Haukur Morthens
 
Í fyrsta sæti er lag með [[Paul Anka]] og [[Micki Marlo]], en þetta lag var geysilega vinsælt í júlí og ágúst '59. Um sama leyti var lagið flutt með íslenzkum texta í útvarpsþættinum ''Lög unga fólksins'' og söngvarinn var [[Erling Ágústsson]] frá Vestmannaeyjum; og nú báðu allir um ''Vertu sæt við mig'' en svo hét lagið á hinni íslenzku útsetningu. Þó að það næði miklum vinsældum í umræddum þætti, var það ekki gefið út á hljómplötu. En nokkru síðar söng Erling inn á tvær plötur, sem náðu töluverðum vinsældum, eins og t.d. lagið ''Oft er fjör í Eyjunum'' og ''Þú ert ungur enn''.
Í 5. sæti er ''Simbi sjómaður'', en þetta lag samdi Haukur sjálfur. Mér er aðeins kunnugt um eitt lag í viðbót eftir Hauk og það er ''Ó borg, mín borg''. ''Tjá tjá bambína'' ásamt ''Simba sjómanni'' tel ég vera með því bezta, sem Haukur Morthens hefur sungið inn á hljómplötu. Mikill hluti þeirra platna sem Haukur hefur sungið inn á, hafa verið hljóðritaðar í Danmörku og þá hefur hljómsveit Jörn Grauengårds annast undirleik og farizt það einkar vel, enda úrvals hljómsveit.“|Benedikt Viggósson<ref>Fálkinn, 16. nóvember 1959, bls 4.</ref>}}
<gallery>
Mynd:MOCK_1004-Haukur_Morthens_syngur-1964.jpg| Haukur Morthens syngur 1963
Mynd:MOCK_1004-Haukur_Morthens_syngur-1964-B.jpg| Haukur Morthens syngur 1963 - Bakhlið
Lína 106 ⟶ 53:
== Stóru plöturnar ==
=== Haukur Morthens syngur ===
Fyrsta stóra platan með Hauki kom út á vegum Fálkans 1963. Þetta var sextán laga plata með áður útgefnum lögum á 78 snúninga plötum og litlum 45 snúninga. Um plötuna skrifaði Svavar Gests í Morgunblaðið 15. september 1963 og sagði meðal annars þetta.
 
{{Tilvitnun2|Þegar maður hlustar á öll þessi lög á einni og sömu plötunni þá kemur raunverulega bezt í ljós hversu góður söngvari Haukur er og hefur verið gegnum árin, því hann er jú búinn að syngja í tæp tuttugu ár. Sum rólegu lögin á þessari plötu eru frábærlega vel sungin lög, sem voru alls ráðandi í óskalagaþáttunum fyrir mörgum árum og maður var búinn að gleyma, svo sem ''Bláu augun'', ''Í kvöld'' og ''Frostrósir'', að ógleymdu ''Capri Catarina'', sem er með því allra bezta sem Haukur hefur gert á plötu.
 
Upplýsingar allar á plötuumslaginu eru á ensku og þess vegna gerir Fálkinn sér líklega vonir um að útlendingar kaupi þessa plötu, og er ekkert ótrúlegra. Það væri reyndar óskandi að Fálkinn með sín góðu sambönd erlendis kæmi þessari og reyndar fleiri, íslenzkum hljómplötum á markað utan Íslands.
 
Svo við snúum okkur aftur að þessari plötu þá kostar hún kr. 300,00, sem er of dýrt, þar sem hér er um endurútgáfu að ræða, en 33 snúninga plata, ný af nálinni, kostar kr. 250,00. Hitt er svo annað mál, að hér eru á einni og sömu plötunni 16 lög, og mörg hver í hópi þess bezta, sem Haukur hefur gert, og sextán lög sungin af Hauki, þó gömul séu, eru miklu meira en þrjú hundruð króna virði.|Svavar Gests<ref> Morgunblaðið 15.september 1963.</ref>}}
 
=== Hátíð í bæ ===
Jólaplatan "Hátíð í bæ" kom út hjá Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur fyrir jólin 1964. Þetta er fyrsta stóra (LP) jólaplata sem kemur út á íslensku. Alþýðublaðið skrifaði um plötuna 17. desember 1964.
{{Tilvitnun2|Nýlega kom á markaðinn jólaplata, sem nefnist „Hátíð í bæ." Er hún gefin út af Hljóðfæraverzlun Sígríðar Helgadóttur. Á þeirri hljómplötu syngur Haukur Morthens 20 barna- og jólasöngva. Allar útsetningar laganna gerði Ólafur Gaukur og hafa þær tekizt mjög vel.
Þegar er platan kom á markaðinn seldist hún gersamlega upp, og er nú annað upplag komið í hljómplötuverzlanir. Má segja að þarna sé komin plata, sem lengi hefur verið þörf á, fyrir þá, sem vilja um hátíðarnar leika jólalög og jafnvel syngja sjálfir með".
 
Við náðum tali af Hauki Morthens fyrir skömmu síðan, og ræddum við hann um útgáfu þessarar plötu. Sagði hann aðdragandann vera þann, að honum hefði verið boðið til Finnlands um mánaðamótin september-október, og hefði þá verið rætt um að gefa út jólaplötu, — en þá aðeins með tveimur lögum. Tilgangur ferðarinnar til Finnlands var annars sá, að syngja í finnska sjónvarpið og útvarpið. — Skömmu áður en Haukur fór til Finnlands barst honum tilboð frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur um að fara til Kaupmannahafnar eftir Finnlandsdvölina, og syngja þar 20 jólalög inn á plötu.
Sjálfur valdi Haukur lögin að mestu leyti, og fékk Ólaf Gauk til liðs við sig, en Ólafur samdi einnig tvo texta við amerísk jólalög. Annar sá texti heitir ''Hátíð í bæ,'' en það er einmitt heiti plötunnar.
 
Upptökurnar í Kaupmannahöfn annaðist Albrechtsens Tonestudie a/s. Upptakan tók rúma þrjá daga með stöðugri vinnu. Fjórir hljóðfæraleikarar úr hljómsveit Jörn Grauengård léku undir ásamt Ólafi Gauk, sem lék á gítar. Eftir að lögin höfðu verið tekin upp, var segulbandsspólan send til Osló, þar sem plöturnar voru steyptar hjá R.C.A. Nera hljómplötufyrirtækinu í Osló. Þar voru plötumslögin einnig prentuð, en myndina, sem prýðir umslagið tók [[Pétur Ó. Þorsteinsson]], ljósmyndari, en umslagið er sérstaklega smekklegt.
 
Frá því að lögin voru tekin upp og platan var komin á markað hér, liðu fimm vikur.Meðal laga á jólaplötunni er hið vinsæla lag úr [[Mondo Cane]], sem hefur nú fengið hátíðlegan blæ og íslenzkan texta eftir Ólaf Gauk og nefnist ''Heim til þín.'' Annað lag á plötunni, sem vafalaust á eftir að njóta vinsælda, nefnist ''Ef að nú hjá pabba fimmeyring ég fengi.'' Þá eru jólalög eins og t. d. ''Heims um ból'' og ''Í Betlehem er barn oss fætt'' og hið sígilda ameríska jólalag ''Hvít jól.''|NN<ref> Alþýðublaðið 17.desember 1964.</ref>}}
 
=== Með beztu kveðju ===
 
Árið 1968 var til veitingastaður við Skólavörðuholt sem hét [[Hábær]], þar skemmti Haukur Morthens ásamt hljómsveit. Blaðamaður Alþýðublaðsins hitti Hauk í Hábæ og rabbaði við hann um spilamennskuna og væntanlega plötu:
 
{{Tilvitnun2|"Já, satt að segja, þá mun ég syngja inn á nýja "long playing" plötu í Kaupmannahöfn nú á næstunni. Ég syng inn á plötuna hjá [[Albreehtsen Tonstudio]] í Kaupmannahöfn. Þetta verða íslenzk og erlend lög — þar á meðal ný, íslenzk lög, sem ekki hafa heyrzt áður. Útsetningu annast gítarleikarinn okkar, Eyþór Þorláksson. Mig langar til að vanda til þessarar hljómplötu. Maður syngur ekki inn á hljómplötu aðeins til þess að syngja heldur auðvitað til þess að reyna að flytja falleg lög og texta til þeirra, sem áhuga hafa á að hlýða. Margt af því, sem maður heyrir þessa stundina, ber ekki þess vott, að það risti djúpt i skáldskap eða öðru."
 
-Viltu segja okkur eitthvað um lögin á nýju plötunni?
 
"Hér er meðal annars um að ræða ný lög við texta eftir [[Davíð Stefánsson]]. Svo er til dæmis meðal þess, sem ég mun syngja, lag og texti eftir [[Kristinn Reyr|Kristin Reyr]], en hann gerði lagið ''Amorella'', sem varð landsfleygt á sínum tíma. Ég held, að þetta lag eigi eftir að fá góðan hljómgrunn, Það heitir: ''Hjalað við strengi.'' Þá er þarna lag eftir mig, sem heitir: ''Með beztu kveðju.'' Texti þess er einnig eftir Kristin Reyr. Mörg þessara laga eru útsett með tilliti til músiksmekksins í dag."
 
-Hvað viltu segja mér um hljómsveitina?
 
"Strákarnir, sem með mér eru í hljómsveitinni, eru glimrandi piltar. Fremstan má telja einhvern bezta gítarleikara hérlendis, [[Eyþór Þorláksson]]. Trommuleikarinn er [[Guðmudnur Steingrímsson]], sem slegið hefur trommur með flestum beztu hljómsveitum hér á landi í áraraðir. Þá er það ungi maðurinn í hljómsveitinni, orgel og píanóleikarinn [[Guðni Þórarinn]] — sprenglærður úr tónlistarskólanum. Nú, svo syng ég með þessum myndarlega hóp, sem alltaf er tilbúinn að gleðjast með glöðum."|Blaðamaður<ref> Alþýðublaðið 25.júlí 1968.</ref>}}
=== Nú er Gyða á gulum kjól ===
 
Rétt fyrir jólin 1978 kom þriðja stóra platan frá Hauki og nefndist hún "Nú er Gyða á gulum kjól". Blaðamaður Vísis hitti Hauk að því tilefni og vildi fræðast um gerð plötunnar.
 
{{Tilvitnun2|"Það var mjög gaman að vinna þessa plötu", sagði Haukur. "Hún var tekin upp í mjög fullkomnu tuttugu og fjögurra rása stúdiói í Höfn með "glimrandi músiköntum", [[Birgir Svan]] stjórnandi upptöku og útsetjari var [[Pál Grodske]] píanóleikari. Hann er þekktur hljómlistarmaður og hefur meðal annars verið kosinn jasspíanóleikari ársins ytra. Hann er eiginlega hirðhljómsveitarstjóri hins fræga [[Spies]], því hann stjórnar hljómsveit í Merkúr-leikhúsinu sem er í eigu Spies.
Á þessari plötu eru þrjú lög sem ég hef áður sungið inn á plötu, en þetta eru nýjar útgáfur. Sum þessara laga eru síðan 1948 en hafa verið sett í nýjan búning. Þarna er lag við ljóð eftir [[Jón frá Ljárskógum]] sem aldrei hefur komið út áður á plötu og titillag plötunnar ''Gyða á gulum kjól'', er við texta eftir [[Þorsteinn Gíslason|Þorstein Gíslason]], föður [[Gylfi Þ. Gíslason|Gylfa Þ. Gíslasonar]]. Ég hef aðeins einu sinni áður gefið út plötu sjálfur. Það var "Með bestu kveðju" sem kom út fyrir tíu árum, það hefur mikið breyst síðan þá í kringum slíkt fyrirtæki. Þá fór ég til Kaupmannahafnar, söng inn á plötuna, gaf þeim heimilisfangið mitt og fékk síðan yfirfærslu hér heima og leysti út plötuna.
Nú er ég búinn að ganga milli manna í heila viku og vísar hver á annan. Alls kyns pappíra þarf að útfylla og þetta er hreinasta stórmál. Mér finnst satt að segja broslegt að það skuli þurfa svona mikið umstang við að flytja eina plötu frá manni til manns".
 
Við sama tækifæri spurði blaðamaður Vísis hvar Hauki hefði þótt mest gaman að skemmta á ferlinum.
 
"Ég geri ekki sérstaklega upp á milli staða. Mér hefur alltaf fundist gaman að þessu, annars væri ég ekki að því. Þó verð ég að segja að það var alveg einstaklega gaman að syngja í [[Bláa stjarnan|Bláu stjörnunni]] sem þeir ágætismenn, [[Alfreð Andrésson]], [[Haraldur Á. Sigurðsson]], [[Indriði Waage]] og [[Tómas Guðmundsson]], stóðu fyrir.
Þessar revíur voru færðar upp tvisvar á ári og oft sýndar á hverju kvöldi, Algengt var að áhafnir sendu skeyti þar sem í stóð að þeir væru að koma í land og þyrftu að fá miða. Eins komu ýmsir hópar svo sem fólk sem vann hjá sama fyrirtæki, saman á sýninguna.
Þarna ríkti alveg sérstök stemning og var fjallað á gamansaman hátt um lífið í borginni."|Blaðamaður<ref>Vísir 11. desember 1978 - bls 12..</ref>}}
 
=== Lítið brölt ===
Þegar platan "Lítið brölt" kom út árið 1980 skrifaði tónlistargagnrýnandi Dagblaðsins, [[Eyjólfur Melsted]] um plötuna.
 
{{Tilvitnun2|Stundum koma út hljómplötur með músik sem hvorki verður flokkuð undir klassík eða popp. Ein slikra platna er "Lítið brölt". — [[Jóhann Helgason]] semur að því er virðist miklu meira af lögum en hann getur, eða hentar að syngja sjálfur inn á plötur, og því eru fengnir aðrir til.
Það vekur strax athygli, þegar hlýtt er á "Lítið brölt", hversu fáein lög skera sig úr fyrir gæða sakir. Og það eru einmitt lögin sem Jóhann semur við ljóð annarra. Víst er það virðingarvert að leggja sig fram við lagasmíð, þegar um jafnágæt ljóð ræðir og ''Vorið kom'', eftir [[Kristján frá Djúpalæk]], ''Við freistingum gæt þín'', eftir [[Matthías Jochumsson]] og ''Úr Nótt'', eftir [[Þorsteinn Erlingsson|Þorstein Erlingsson]].
 
====Kynslóðabilið sem gleymdist====
 
Svo er Haukur Morthens fenginn til að syngja lögin inn á plötuna og Haukur gerir allt vel eins og ævinlega. Bræðingsspútnikarnir ungu í [[Mezzoforte]] leika undir hjá Hauki. Það er vel viðeigandi, því að Haukur, eins og fleiri "Grand Old Men" í bransanum, hefur löngum reynst sér yngri mönnum Haukur í horni, það gleymdist víst að segja honum frá kynslóðabilinu. Strákarnir í "Hálfsterk" (með hæfilegri hundalógik má þýða Mezzoforte-hálfsterkt) standa sig með ágætum. Það vekur aftur þá hugsun hvort ekki sé verið að brenna púðrinu til lítils. Platan í heild virkar öðrum þrœði á mig sem hálfgildings tilraun til minnisvarðagerðar um söngferil Hauks og að því leyti misheppnuð með öllu.
 
====Dýr útgáfuaðferð====
 
Þarft verk væri að kynna piltunum í "Hálfsterk" hvernig Haukur söng sveiflurokkið með hljómsveit [[Gunnar Ormslev|Gunnars Ormslev]] á sinni tíð og töfraði lýðinn upp úr skónum á "Heimsmóti æskunnar í Moskvu". Þar held ég þeir fyndu réttu bylgjulengdina, Haukur og strákarnir. Þá mætti víst gera góða plötu. Fá til nokkra dúndurblásara, í stað míkrófónpíparanna sem eru á þessari plötu. Ég undanskil þar þó [[Kristinn Svavarsson|Kristin Svavarsson]]. Leyfa kórnum að gefa í, í stað þess að púa undir. Já það held ég að yrði brölt í lagi.
 
Megnið af lögum Jóhanns Helgasonar á hljómplötu þessari hefðu betur komið út í snotru nótnahefti. Þau eru snotur indæl og góðra gjalda verð, en réttlæta tæplega svo dýra úlgáfuaðferð, sem breiðskífan hlýtur að teljast.|Eyjólfur Melsted<ref>Dagblaðið 20. nóvember 1980 - bls 5..</ref>}}
 
=== Jólaboð ===
 
Árið 1981 ræddi blaðamaður helgarpóstsins, [[Páll Pálsson]] við Hauk um nýustu plötuna sem var jólaplata unnin með drengjunum í [[Mezzoforte]].
 
{{Tilvitnun2|"Já, það kemur kannski sumum á óvart að þetta skuli vera í annað skiptið sem ég syng inná jólaplötu á mínum söngferli", sagði Haukur Morthens þegar ég heimsótti hann fyrir skömmu í tilefni þess að hann og Mezzoforte voru að senda frá sér Jólaboð, — og varð hissa þegar fyrrnefnt kom í ljós (hvað skyldi [[Björgvin Halldórsson|Björgvin H]]. td. vera búinn að syngja inná margar?). — "Fyrri platan kom út fyrir 17 árum og vakti athygli fyrir að útsetningarnar voru rokkaðar og djassaðar, en ýmsum þóttu það nánast helgispjöll að klæða hin sígildu jólalög í þesskonar tískubúning. Platan hlaut þó mjög góðar viðtökur meðal almennings og seldist gróflega vel. Síðan hef ég oft verið hvattur til að gefa hana aftur út eða gera aðra, en hef ekki látið verða af því fyrren nú með strákunum í Mezzoforte. Og platan er náttúrlega svolítið í þeirra anda, sem betur fer, þó ég breyti auðvitað ekki mér eða röddinni mikið. En ég kem sennilega ekki til með að syngja inná fleiri jólaplötur, amk. er alveg öruggt að ég syng þessi lög ekki aftur eftir 17 ár í því tempói sem verður í tísku þá."
— Söngferill þinn spannar nú bráfðum fjóra áratugi, geturðu tekið út eitthvað ákveðið tímabil sem hefur verið þitt blómaskeið?
 
"Nei, ég hef ekki átt nein sérstök blómaskeið. Ef menn eru alltaf að einblína á einhverja hápunkta, þá er svo erfitt að detta niður af þeim, þannig að ég hef bara haldið mínu striki. Það var mjög skemmtilegt þegar ég stofnaði í fyrsta skipti mína eigin hljómsveit, 1961. Þá skildist mér fyrst hve mikils virði það er fyrir söngvara að hafa sína eigin hljómsveit og geta ráðið því hvaða mönnum maður starfar með og hvaða lög eru á prógramminu. Eins hefur verið afskaplega skemmtilegt tímabil undanfarin tvö ár, að ég hef fengið tækifæri til að syngja með þessum ágætu strákum í Mezzoforte, sem ég met mikils sem unga hljóðfæraleikara.
Ég vil meina að mér hafi farnast vel í þessu starfi. Ég hef gengið í gegnum mörg tískutímabil og set ekkert öðru ofar. Nú, ef maður fer að líta til baka og svo á það sem er að gerast í dag, þá hlustar maður núna á [[Shakin' Stevens]] syngja lög sem maður söng á hljómleikum í Austurbæjarbiói árið 1956. Dægurtónlistin virðist þannig ganga í hringi, þó ytra borðið sé auðvitað síbreytilegt með nýjum mönnum og nýrri tækni. Í dag finnst mér allar tónlistartegundir gilda, það er í rauninni ekkert merkilegra eða ómerkilegra en annað, það er bara smekkur hvers og eins sem ræður."
 
— Hefurðu einhvern tíma haft það á tilfinningunni að þú værir stjarna?
 
"Svo ég segi nú alveg eins og er þá hef ég aldrei fílað það. En hitt er það að fólkið hefur verið eins elskulegt og hægt er að mínu mati. Ég vil oft á tíðum þakka það fyrst og fremst fólkinu að ég skuli enn vera að. Og ég hef þakkað öll þau fallegu orð og bréf sem ég hef fengið, allt mér mjög pósitíft. Það lyftir manni í því sem maður er að gera, en að ég hafi nokkurn tíma fengið það í hausinn, eða hrygginn, að ég þyrfti að vera svo sperrtur yfir því, það er af og frá. Hafi einhverjum fundist það, þá því miður , er það misskilningur. En einsog ég segi þá er ég mjög þakklátur að hafa bara fengið að gera það sem ég hef verið að gera, vegna þess að mér hefur þótt vænt um það og gaman að því."|Páll Pálsson<ref>helgarpósturinn, 11. desember 1981 bls 32.</ref>}}
 
=== Þriggja diska safn ===
 
Árið 2008 kom út þriggja diska safn með Hauki Morthens á vegum Senu. Einn af umsjónarmönnum með þeirri útgáfu var [[Trausti Jónsson]] veðurfæðingur sem sagði meðal annars þetta um Hauk og hljómplötuútgáfu í fylgibæklingi.
 
{{Tilvitnun2|"Elsta upptaka Hauks sem varðveist hefur er frá vetrardansleik útvarpsins í október 1947. Þá þegar var hann orðinn einn vinsælasti dægurlagasöngvari þjóðarinnar. Engar íslenskar dægurlagahljómplötur voru gefnar út á fimmta áratugnum. Það var kannski ýmislegt sem olli því, þó ekki lélegur markaður, dægurtónlistin hafði aldrei átt jafn marga öfluga fylgismenn hér á landi. Útgáfumál snérust til betri vegar eftir 1950 og þá gátu áhugasamir hlustendur farið að heyra í vinsælustu söngvurunum hvenær og hvar sem þeim sýndist. Íslensku dægurlagahljómplöturnar seldust margar mjög vel og upplag var allstórt. Plötur þessa tíma hafa því flestar varðveist í mörgum eintökum, en við nánari skoðun kemur í ljós að þessi eintök eru oftast ansi slitin og illa farin. Það er til marks um vinsældir að mikið sé til en mestallt gatslitið. Þetta á við um nokkrar af plötum Hauks, þær voru spilaðar í gegn. Jafnvel er þrælerfitt að finna hágæða eintök af sumum plötunum.|Trausti Jónsson<ref>Sena, safnplata 2008 - Bæklingur</ref>}}
 
Lagið "Ég skal bíða þín" er á þessum safndiskum: http://www.youtube.com/watch?v=0VS5eL8pBlU
 
Lagið "Fyrir átta árum" er á þessum safndiskum: http://www.youtube.com/watch?v=l5_03ub6-48
 
== Textar ==
Guitar Party.Com - http://www.guitarparty.com/artist/haukur-morthens/
 
<gallery>
Lína 207 ⟶ 83:
</gallery>
 
<br />
[[Ragnar Bjarnason]] sagði svo um Hauk:
{{Tilvitnun2|Ef þú hlustar á hann syngja þá heyrirðu strax að hann er troðfullur af músík. Ég man líka að pabbi (Bjarni Bö) sagði um Hauk að hann væri "The New Generation", fulltrúi ungu kynslóðarinnar.|Ragnar Bjarnason<ref>Tilvitnun úr Jónasi Jónassyni (1993): 28.</ref>}}
 
== Faxafón ==
Haukur Morthens stofnaði eigin hljómplötuútgáfu árið 1964 og nefndi "Faxafón". Á lífskeiði útgáfunnar komu út fimm plötur með Hauki, tvær 45 snúninga og þrjár LP plötur auk kasetta og CD. Blaðamenn Þjóðviljans (MR og ph) ræddu við Hauk um útgáfuna árið 1976.
 
{{Tilvitnun2|— Þú fórst úti það að gefa þínar plötur út sjálfur
 
Ég gerði það nú vegna þess að mér fannst það ekki skipta máli, hvort maður stæði í þessu sjálfur og léti plötuna standa undir kostnaði, því það hefur aldrei fengist neitt út úr plötuútgáfu hér. Ekki úr því að syngja inn á þær. Engin laun.
Það er talað um að plata hafi selst í fimm þúsund eintökum fyrir tuttugu og fimm árum, ég fékk 1000 kr. fyrir þrjár plötur, þá var plata seld á 30 krónur. Í dag kostar plata í búð 2500 krónur og selst í 3000 eintökum Það eru sjö og hálf milljón brúttó. Svo er flytjanda boðin eitt hundrað þúsund í laun. Þá hlýtur einhver að fá góðan pening.
 
Ég gaf fyrst út tvær litlar plötur og þær stóðu alveg fyrir sínu. Ég auglýsti þetta sama sem ekkert. Ég er ekki maður til að selja sjálfan mig. Sömu sögu var að segja með "Með best kveðju". Og svo var síðast þessi úrvals plata, mér finnst ekki ástæða til að endurtaka það, — ekki uppá þau býtti. Hún seldist vel, — ég er ekki að horfa í aurinn, en það er bara það, hver fær peninginn? Á ég ekki að njóta góðs af því eins og einhver maður úti í bæ sem ég er að raula fyrir."|MR og ph<ref>Þjóðviljinn 24. Október 1976 bls 14 – 15.</ref>}}
 
 
=== Útgáfan ===
45 snúninga
Lína 233 ⟶ 98:
CD
* [[Faxafón CD 001]] - Haukur Morthens - Hátíð í Bæ, 20 Jóla- og Barnasöngvar - 1994
 
 
== Aðrir útgefendur ==