„Gunnar Hámundarson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 85.220.8.77 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Addbot
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Njal saga - Gunnar Hallgerdr.jpg|thumb|right|Gunnar hittir Hallgerði, konu sína, á alþingi á mynd eftir Andreas Bloch (1898).]]
'''Gunnar Hámundarson''' ([[10. öld]]) var stórbóndi og höfðingi á [[Hlíðarendi í Fljótshlíð|Hlíðarenda]] í [[Fljótshlíð]]. Hann var jafnan kenndur við bæinn og er fullt eins þekktur sem '''Gunnar á Hlíðarenda'''. Um hann er fjallað í fyrri hluta [[Njála|Njálu]] og alla þá atburði sem urðu til þess að hann var drepinn á Hlíðarenda í lok 10. aldar. Gunnar var sonur Hámundar Gunnarssonar og Rannveigar Sigfúsdóttur (skv. [[Njála|Njálu]]) eða Sigmundardóttur (skv. [[Landnáma|Landnámu]]) og er það talið réttara. Bræður Gunnars voru tveir og hétu þeir [[Kolskeggur Hámundarson|Kolskeggur]] og [[Hjörtur Hámundarson|Hjörtur]]. Eina systur átti hann, sem Arngunnur hét og var hún kona [[Hróar Tungugoði|Hróars Tungugoða]] sonarsonar Garðars er fann Ísland.