„Galatía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 2:
'''Galatía''' hin forna var svæði á [[hálendi]]nu á miðjum [[Anatólía|Anatólíuskaganum]] þar sem nú er [[Tyrkland]]. Í norðri átti Galatía landamæri að [[Biþynía|Biþyníu]] og [[Paflagónía|Paflagóníu]], í austri að [[Pontus]], í suðri að [[Lýkaónía|Lýkaóníu]] og [[Kappadókía|Kappadókíu]] og í vestri að leifunum að [[Frýgía|Frýgíu]] sem [[Gallar]] höfðu lagt undir sig að hluta.
 
Galatía var svo nefnd eftir [[Gallar|gallverskum]] ættflokki frá [[Þrakía|Þrakíu]] sem lögðu svæðið undir sig á [[3. öldin f.Kr.|3. öld f.Kr.]]. Íbúar þar voru blanda af Göllum og [[Grikkland|Grikkjum]]. Galatar voru upphaflega hluti af þjóðflutningum [[Keltar|Kelta]] sem réðust inn í [[Makedónía (fornöld)|Makedóníu]] undir stjórn gallverska höfðingjans [[Brennus]]ar annars. Hann réðist inn í Grikkland árið [[281 f.Kr.]] og klofningshópur úr liði hans fór gegnum Þrakíu [[279 f.Kr.]] og kom til Litlu-Asíu [[278 f.Kr.|278]]-[[277 f.Kr.]]
 
Galatía var gerð að [[rómverskt skattland|rómversku skattlandi]] af [[Ágústus]]i keisara árið [[25 f.Kr.]]