Munur á milli breytinga „Grikkland hið forna“

m
 
Við lok Pelópsskagastríðsins var Sparta valdamesta borgríki Grikklands en þröngsýni spartversku hernaðarelítunnar reyndist Spörtu fjötur um fót. Innan nokkurra ára höfðu lýðræðissinnar á ný náð völdum í Aþenu og öðrum borgum. Árið [[395 f.Kr.]] viku spartversk stjórnvöld Lýsandrosi úr starfi og Sparta tapaði yfirráðum sínum á sjó. Aþena, Argos, Þeba og Kórinta kepptu við Spörtu um yfirráð, en Þeba og Kórinta höfðu áður verið bandalagsríki Spörtu í [[Kórintustríðið|Kórintustríðinu]], sem lauk árið [[387 f.Kr.]] án sigurs. Sama ár kom Sparta öðrum grískum borgríkjum rækilega á óvart með [[Antalkídasarsáttmálinn|Antalkídasarsáttmálanum]] við Persa, en samkvæmt honum létu Spartverjar Persum eftir grísku borgirnar í Jóníu og á Kýpur. Þannig var ávinningnum af aldargömlum sigri Grikkja á Persum fórnað. Sparta reyndi síðan að veikja veldi Þebu, sem leiddi til stríðs þar sem Þeba myndaði bandalag með fyrrum óvinum Spörtu, Aþenu.
 
Þebversku hershöfðingjarnir [[Epamínondas]] og [[Pelopídas]] unnu afgerandi sigur í [[Orrustan við Levktra|orrustunni við Levktra]] [[371 f.Kr.]] Í kjölfar orrustunnar lauk stórveldistíma Spörtu en stórveldistími Þebu hófst. Aþena endurheimti að miklu leyti þau völd sem hún hafði áður haft vegna þess að stórveldistími Þebu stóð ekki lengi. Þegar Epamínondas féll í [[Orrustan við Mantineu (362 f.Kr.)|orrustunni við Mantineu]] [[362 f.Kr.]] missti borgin mesta leiðtoga sinn og eftirmenn hans létu leiðast út í tíu ára langt stríð gegn [[Fókis]] sem hafði ekkert upp úr sér. Árið [[346 f.Kr.]] leituðu Þebverjar til [[Filippos II|Filippusar II.]] í [[Makedónía (fornöld)|Makedóníu]] og báðu hann um hjálp í átökunum gegn Fókis og blönduðu þannig Makedóníu í grísk stjórnmál í fyrsta sinn.
 
=== Uppgangur Makedóníu ===