„Napóleon Bónaparte“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m heimildir
Lína 52:
Napóleon var tvíkvæntur:
* Fyrri kona Napóleons frá 9. mars 1796 var [[Joséphine de Beauharnais]], sem var krýnd keisaraynja eftir valdatöku Napóleons. Samband þeirra þótti ástríðufullt en stormasamt og fjöldi ástarbréfa sem Napóleon skrifaði henni hafa varðveist.<ref>{{Vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4024963|titill=„Gerðu þér vængi og komdu, komdu....“|útgefandi=''[[Tíminn]]''|mánuður=7. ágúst|ár=1983|mánuðurskoðað=1. febrúar|árskoðað=2019}}</ref> Napóleon og Jósefínu varð ekki barna auðið og þar sem Napóleon vildi eignast erfingja ákvað hann að skilja við Jósefínu<ref>{{Vísindavefurinn|6360|Bar einhver titilinn Napóleon II?}}</ref> þann 16. desember 1809.
* Seinni kona Napóleons var [[Marie-Louise af Austurríki]], dóttir [[Frans II (HRR)|Frans 1. Austurríkiskeisara]]. Þau giftust þann 2. apríl 1810<ref>{{Cite web |url=http://palaisdecompiegne.fr/sites/palaisdecompiegne.fr/files/dp_aiglon-prince-imperial.pdf |format=pdf |title=Exposition ''La pourpre et l'exil'', château de Compiègne, 2004-2005 |sitewebsite=www.musee-chateau-compiegne.fr }}</ref> og eignuðust soninn [[Napóleon II|Napoléon François Joseph Charles Bonaparte]] ellefu mánuðum síðar. Sonurinn var einnig þekktur sem Napóleon II en var þó aldrei krýndur keisari nema að nafninu til í fimmtán daga á milli seinni afsagnar föður síns og endurreisnar konungdæmisins.
 
Napóleon átti að minnsta kosti tvö börn utan hjónabands: Charles Léon með Éléonore Denuelle de La Plaigne og Florian Joseph Colonna greifa af Walewski með Walewsku greifynju. Þar sem Napóleon átti margar frillur á ævi sinni má vera að hann sé faðir fjölmargra annarra barna en hann viðurkenndi ekki opinberlega faðerni sitt nema á hinum tveimur áðurgreindu.