„Megas“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.148.64.162 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur
Merki: Afturköllun
Kristín Anna (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
 
== Uppeldi og nám ==
Megas fæddist 7. apríl 1945, sonur skáldkonunnar [[Þórunn Elfa Magnúsdóttir|Þórunnar Elfu Magnúsdóttur]] og Jóns Þórðarsonar kennara og rithöfundar. Magnús Magnússon nafni hans og móðurafi var verkamaður í [[Reykjavík]] sem stundaði jafnframt sjóinn. Margrét amma Megasar var frá Horni í [[Skorradalur|Skorradal]] en föðurforeldrarnir [[Snæfellsnes|Snæfellingar]]. Þau hétu Sesselja Jónsdóttir og Þórður Pálsson frá Borgarholti í [[Miklaholtshreppur|Miklaholtshreppi]] þar sem þau stunduðu búskap.
 
Megas ólst upp í [[Norðurmýri]]nni í Reykjavík og gekk í [[Austurbæjarskóli|Austurbæjarskólann]] og svo í [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólann í Reykjavík]], þaðan sem hann lauk stúdentsprófi árið 1965. Þá vann hann um hríð sem gjaldkeri í Landsbankanum, en hélt svo til Noregs til að stunda nám í þjóðháttafræði við Háskólann í [[Osló]].