„Forseti Frakklands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Armoiries république française.svg|thumb|150px|Þjóðtákn lýðveldisins Frakklands.]]
'''Forseti lýðveldisins Frakklands''' ([[franska]]: ''Président de la République française''), í daglegu máli '''forseti Frakklands''', er [[þjóðhöfðingi]] [[Frakkland]]s. Það er elsta forsetaembætti [[Evrópa|Evrópu]] sem er til í dag, þ.e.a.s. hafa haft fimm af fjórum lýðveldum Frakklands forseta. Aðsetur forseta Frakklands er í [[Élysée-höll]] í [[París]].
 
'''Forseti lýðveldisins Frakklands''' ([[franska]]: ''Président de la République française''), í daglegu máli '''forseti Frakklands''', er [[þjóðhöfðingi]] [[Frakkland]]s. Það er elsta forsetaembætti [[Evrópa|Evrópu]] sem er til í dag, þ.e.a.s. hafa haft fimm af fjórum lýðveldum Frakklands forseta.
 
Forsetinn hefur verið [[Emmanuel Macron]] síðan [[14. maí]] [[2017]].
 
==Saga==
Fyrsta skiptið sem stungið var upp á því að Frakkland fengi forseta var árið 1830 í [[Júlíbyltingin|júlíbyltingunni]]. Þá buðu byltingarmennirnir [[Gilbert du Motier de La Fayette|Lafayette markgreifa]] að gerast forseti, en hann afþakkaði boðið og studdi þess í stað að [[Loðvík Filippus]] hertogi af Orléans fengi að ríkja sem konungur. Átján árum síðar, þegar [[annað franska lýðveldið]] var stofnað, var ákveðið að kjósa forseta sem yrði nýr þjóðhöfðingi ríkisins. Fyrsti forseti Frakklands var [[Napóleon 3.|Louis-Napoléon Bonaparte]], sem var kjörinn í beinum kosningum með 74.3% atkvæða þann 10. desember árið 1848. Bonaparte var forseti til ársins 1951, en þá framdi hann valdarán og lýsti sjálfan sig keisara undir nafninu [[Napóleon 3.]].
 
Frakkland varð aftur að lýðveldi árið 1870 og fékk forseta á ný. Með stofnun [[Þriðja franska lýðveldið|þriðja lýðveldisins]] var [[þingræði]] komið á í Frakklandi og því voru völd forsetans hins vegar verulega skert. Forseti Frakklands á tíma þriðju og [[Fjórða franska lýðveldið|fjórðu lýðvelda]] Frakklands var í reynd valdalaus og táknrænn þjóðhöfðingi sem var ekki kjörinn í beinum kosningum af þjóðinni, heldur valinn af franska þinginu.
 
Þegar [[fimmta franska lýðveldið]] var stofnað árið 1958 jukust völd forsetaembættisins verulega. Forsetinn varð aftur æðsti valdsmaður Frakklands og fékk m. a. beint vald til að skipa [[Forsætisráðherra Frakklands|forsætisráðherrann]]. Með stjórnarskrárbreytingum sem gerðar voru árið 1962 var aftur farið að kjósa forsetann í beinum kosningum, en þetta hafði þá ekki verið gert síðan árið 1848.
 
Árið 2000 var kjörtímabil forseta Frakklands stytt úr sjö árum í fimm. Árið 2008 voru sett lög sem banna forsetanum að sitja fleiri en tvö kjörtímabil í röð.
 
== Tengt efni ==