„August Rei“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''August Rei''' (f. í Pilistvere [[22. mars]] [[1886]], d. í Stokkhólmi [[29. mars]] [[1963]]) var [[Eistland|eistneskur]] [[stjórnmál]]amaður. Hann stundaði nám í lögum við Háskólann í Pétursborg, enda var Eistland þá hluti [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmisins]]. Hann gerðist [[Jafnaðarstefna|jafnaðarmaður]] og sat í fyrstu bráðabirgðaríkisstjórn Eistlands 1918 – 1919. Hann var forseti stjórnlagaþings Eistlands 1919–1920 og gegndi eftir það ýmsum embættum. Hann var forseti landsins 1928 – 1929, utanríkisráðherra 1932 – 1933 og sendiherra í [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] 1938 – 1940. Eftir að Sovétstjórnin lagði Eistland undir sig með hervaldi, flýði Rei til Svíþjóðar[[Svíþjóð]]ar. Hann var utanríkisráðherra í útlagastjórn Eistlands 1944–1945 og forsætisráðherra (og um leið forseti) hennar frá 1945 til dánardags. Hann kom í heimsókn til Íslands 1957 og ræddi þá við [[Ásgeir Ásgeirsson]] forseta og [[Guðmundur Í. Guðmundsson|Guðmund Í. Guðmundsson]] utanríkisráðherra.
 
== Tenglar ==