„Krítartímabilið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 11:
Á krítartímabilinu brotnaði [[risameginland]]ið [[Pangea]] endanlega upp í þau [[meginland|meginlönd]] sem nú umlykja Jörðina, þrátt fyrir að þá hafi lega þeirra verið talsvert frábrugðin legu þeirra í dag. Þegar [[Atlantshaf]]ið breikkaði og [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] rak í vestur, brotnaði [[Gondwana]] upp þegar [[Suðurskautslandið]] og [[Ástralía]] skildust frá [[Afríka|Afríku]] ([[Indland]] og [[Madagaskar]] mynduðu þó ennþá eina heild). Þessi mikla [[höggun]] lands myndaði mikla [[fjallgarður|fjallgarða]] neðansjávar sem leiddi til hækkaðrar [[sjávarstaða|sjávarstöðu]] á allri Jörðinni. Norðan við Afríku hélt Tethys-hafið áfram að minnka. Innan meginlandanna óx víðfeðmt en grunnt haf yfir miðja [[Norður Ameríka|Norður Ameríku]] en tók síðar að dragast saman og skildi eftir sig þykk sjávarsetlög á milli [[kolalag]]a.
 
Aðrar mikilvægar [[opna|opnur]] í jarðlög frá krítartímabilinu, finnast í Evrópu og [[Kína]]. Á því svæði þar sem nú er Indland, hlóðust upp mikil [[basalthraunlag|basalthraunlög]], [[Deccan-flæðibasaltið]]. Hraunlögin mynduðust á síðkrít og snemma á [[paleósen]]. Loftslag á krítartímabilinu var hlýtt og engan varanlegan ís var að finna á pólsvæðunum.palli var ljótur.
 
== Tengt efni ==