„Opinber stuðningur við vísindarannsóknir á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Dagvidur (spjall | framlög)
Bætt við almennum texta um opinberan stuðning við vísindarannsóknir
Lína 1:
'''Opinber stuðningur við vísindarannsóknir á Íslandi''' er víðtækur og fer fram með margvíslegum hætti. Ríkisvaldið styður þannig við vísindi með fjárframlögum til háskóla og ýmissa rannsóknastofnana, ásamt því að reka samkeppnissjóði á sviði rannsókna og nýsköpunar.
https://www.stjornarradid.is/verkefni/visindi-nyskopun-og-rannsoknir/studningur-vid-visindi-og-taeknirannsoknir/
 
Auk beinna fjárframlaga getur opinber stuðningur líka falið í sér hagfelldara starfsumhverfis vísindamanna, og betra rekstrarumhverfi vísinda- og rannsóknastofnana. Má þar nefna skattaívilnanir og aðra hvata fyrir einkaaðila til vísindastarfa og nýsköpunar, og alþjóðlegum samningum á borð við EES sem er viðamikill á sviði rannsókna og nýsköpunar.<ref>https://www.rannis.is/starfsemi/um-rannis/</ref>
 
==Rannsóknamiðstöð Íslands==
Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) hefur það hlutverk að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu.
Stærstur hluti opinbers stuðnings á sviði rannsókna og nýsköpunar fer til svokallaðra samkeppnissjóða sem Rannís hefur umsjón með, þ.e. Rannsóknasjóð, Tækniþróunarsjóð og Innviðasjóð.
Sjá grein um Rannsóknamiðstöð Íslands.
 
==Aðrar rannsóknastofnanir==
Auk stuðnings við Rannís njóta ýmsar aðrar opinberar rannsóknastofnanir fjárframlaga ríkivaldsins. Þessar rannsóknastofnanir fá flestar bein framlög úr ríkissjóði til rannsókna og tengdrar þjónustu án samninga, útboðs eða samkeppni. Þær sinna einnig umtalsverðum verkefnum á almennum markaði á samkeppnisgrunni án þess að þurfa að endurgreiða upphafsframlagið. Dæmi um það eru Veðurstofan og Nýsköpunarmiðstöð. ÍSOR nýtur engra beina ríkisframlög en fær allar sínar tekjur samkvæmt samningum við ríkið og aðra á samkeppnisgrundvelli.
https://www.althingi.is/altext/erindi/146/146-15.pdf
 
Aðrar opinberar rannsóknastofnanir er m.a:
• Hafrannsóknastofnun
• Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR)
• Landspítalinn
• Matís
• Náttúrufræðistofnun Íslands
• Nýsköpunarmiðstöð Íslands
• Orkustofnun
• Raunvísindastofnun Háskólans
• Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
• Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
• Veðurstofa Íslands
 
==Aðrir opinberir stuðningssjóðir==
Auk samkeppnissjóða Rannís eru ýmsir opinberir stuðningssjóðir og stuðningsverkefni rannsókna og nýsköpunar eru m.a:
• Aukið verðmæti sjávarfangs
• Átak til atvinnusköpunar
• Fornleifasjóður
• Framleiðnisjóður landbúnaðarins
• Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
• Orkusjóður
• Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar
• Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar
• Verkefnasjóður sjávarútvegsins
 
==Saga==
Saga opinbers stuðnings við vísindarannsóknir á Íslandi er ekki löng. Opinber afskipti af rannsókna og vísinda í núverandi mynd, hófust með stofnun Rannsóknaráðs ríkisins árið 1940 og Vísindasjóðs árið 1957.<ref>[https://www.bjorn.is/greinar/nr/152 Ræða á aðalfundi Rannís | Ræður og greinar | Björn Bjarnason - bjorn.is]</ref>
 
Lína 8 ⟶ 48:
 
Með lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir 3/2003 var Rannsóknaráði ríkisins komið fyrir í nýrri stofnun Rannsóknamiðstöð Íslands. Henni var ætlað að sinna þjónustuhlutverki fyrir stjórnvöld og vísindasamfélagið. Að auki átti hún að miðla upplýsingum vegna þátttöku Íslands í rannsóknasamstarfi á Evrópska efnahagssvæðinu, Norðurlandasamstarfi og öðru alþjóðlegu samstarfi.
 
 
==Sjá einnig==