„Frönsk stjórnsýsla utan Evrópu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Dagvidur (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:France in the World (+Antarctica claims).svg|alt=Kort af frönsku stjórnsýslusvæðunum handanhafs.  |thumb|<small>Kort af frönsku stjórnsýslusvæðunum handanhafs.  Að auki hefur Frakkland haldið úti landakröfum á [[Suðurskautslandið|Suðurskautslandi]].</small>]]
Stjórnsýslustig í [[Frakkland|Frakklandi]] eru mörg. Ríkið skiptist í 18 stjórnsýsluhéruð, 13 héruð í Evrópu og 5 utan álfunnar svonefnd „'''handanhafshéruð'''“. Stjórnsýsluhéruð Frakklands skiptast síðan í 101 sýslu. Þær skiptast síðan í 342 sýsluhverfi ''(franska: arrondissements)''. Þau hafa enga kjörna fulltrúa og þjóna eingöngu tæknilegu hlutverki í skipulagi ríkisstofnana. Sýsluhverfin skiptast síðan niður í 4.035 kantónur (franska: cantons) sem eru fyrst og fremst kosningakjördæmi. Sýsluhverfin skiptast einnig í 36.682 sveitarfélög (franska: communes) er hafa kjörinnar sveitastjórnir.
 
Héruðin, sýslurnar og sveitarfélögin kallast „umdæmi“ ''(franska: collectivités territoriales)'', en það þýðir að þau hafa á að skipa bæði kjörnum fulltrúum og framkvæmdavaldi ólíkt því sem gildir um sýsluhverfin og kantónurnar.
 
Fimm af ofangreindum sýslum eru svonefndar „handanhafssýslur“ er falla saman við handanhafshéruðin fimm. Þau eru fullgildur hluti Frakklands (og þar með [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]]) og hafa þannig að mestu sömu stöðu og sýslur á meginlandi Frakklands.