„Borgarstjórn Reykjavíkur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gunnlaugurb (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Gunnlaugurb (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 13:
Sextán framboðslistar voru í kjöri í borgarstjórnarkosningum 26. maí 2018. Þeir voru: B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, E-listi Íslensku þjóðfylkingarinnar, F-listi Flokks fólksins, H-listi Höfuðborgarlistans, J-listi Sósíalistaflokks Ísands, K-listi Kvennaframboðsins, M-listi Miðflokksins, O-listi Borgarinnar okkar Reykjavík, P-listi Pírata, R-listi Alþýðufylkingarinar, S-listi Samfylkingarinnar, V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Y-listi Karlalistans og Þ-listi Frelsisflokksins.
 
Samhliða borgarstjórnarkosningum árið 2018 var sætum í borgarstjórn fjölgað úr 15 í 23 og því náðu 23 borgarfulltrúar kjöri auk jafnmargra varaborgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkur hlaut 8 borgarfulltrúa, Samfylkingin 7, Viðreisn 2, Píratar 2, Flokkur fólksins 1, Sósíalistaflokkur Íslands 1, Miðflokkurinn 1 og Vinstrihreyfingin grænt framboð 1. Framsóknarflokkinn vantaði 311 atkvæði til að ná inn manni. Aðrir flokkar fengu innan við 1%. Það voru Íslenska þjóðfylkingin, Höfuðborgarlistinn, Kvennahreyfingin, Borgin okkar, Alþýðufylkingin, Karlalistinn og Frelsisflokkurinn.<ref>https://kosningasaga.wordpress.com/sveitarstjornarkosningar/hofudborgarsvaedid/reykjavik/reykjavik-2018/</ref> Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar var haldinn 19. júní 2018.
 
Þann 12. júní 2018 var kynntur nýr meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem samtals hluti flokkarnir fjórir 12 borgarfulltrúa í borgarstjórnarkosningunum 26. maí 2018. Í meirihlutasáttmála flokkanna segir meðal annars fulltrúar flokkanna ætli að byggja öflugt og þétt borgarlíf fyrir okkur öll með nægu framboði af húsnæði, sjálfbærum hverfum, heilnæmu umhverfi, skilvirkum samgöngum, fjölbreyttu atvinnulífi og einfaldri, aðgengilegri og lýðræðislegri umsýslu.<ref>{{Vefheimild|url=https://reykjavik.is/sites/default/files/meirihlutasattmali_scpv_20181_0.pdf|titill=Meirihlutasáttmáli Viðreisnar, Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna fyrir borgarstjórn Reykjavíkur kjörtímabilið 2018 til 2022.|höfundur=|útgefandi=[[Reykjavíkurborg]]|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=5. mars|árskoðað=2019|safnár=}}</ref>
 
<br />
{| class="wikitable"