„Tyggigúmmítónlist“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
EmausBot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:Q997481
Svarði2 (spjall | framlög)
m lagfæring á tenglum
 
Lína 2:
'''Tyggigúmmí''' er stefna sem var sem mest áberandi seint á sjöunda áratugnum og aðeins fram á áttunda áratuginn. Hún er undirstefna [[Popptónlist|popptónlistar]] og hefur stundum verið kölluð '''tyggigúmmí rokk''' eða '''tyggigúmmí popp'''. Hún lifði mjög stutt en margar af þeim hljómsveitum sem voru kenndar við þessa stefnu þekkjast enn í dag. Auk þess er ekki heldur hægt að segja að hún hafi haft nein gríðarleg áhrif. Þessi stefna var undir áhrifum frá bæði [[Rokk|rokki]] og poppi. Það voru aðallega framleiðendur sem drifu þessa stefnu áfram og oft voru fengnir óþekktir tónlistarmenn.
 
Einar af þekktustu hljómsveitum stefnunnar voru [[The Archies]], [[Ohio Express]] og [[1910 Fruitgum Company]].<ref>{{vefheimild|höfundur=Rovi Corp|titill=About bubblegum|url=http://www.allmusic.com/subgenre/bubblegum-ma0000002487/artists|publisher=Allmusic|mánuðurskoðað=10. mars|árskoðað=2013}}</ref> Tyggigúmmí hljómsveitir voru yfirleitt lítt þekktir tónlistarmenn sem voru fengnir til þess að spila og syngja, einhverjir aðrir, sem yfirleitt voru þá þekktari, voru síðan fengnir til þess að vera andlit hljómsveitarinnar. Einnig var mjög vinsælt að búa til teiknimyndapersónur. <ref name=Bubblegum>{{vefheimild|höfundur=Rovi Corp|titill=About Bubblegum|url=http://www.allmusic.com/subgenre/bubblegum-ma0000002487/artists|publisher=Allmusic|mánuðurskoðað=10. mars|árskoðað=2013}}</ref>
 
== Orðsifjafræði ==
Lína 8:
 
== Helstu einkenni stefnunnar ==
Það sem var einna mest áberandi við þessa stefnu var að tónlistin sem var kennd við hana var í sjálfu sér popptónlist sem var gerð til þess að höfða til krakka og unglinga.<ref name="My Piece of Bubblegum">{{vefheimild|höfundur=Andrew Bergey|titill=A History Of Bubblegum Music|url=http://home.comcast.net/~bubblegumusic/history.htm|mánuðurskoðað=11. mars|árskoðað=2013}}</ref> Þetta var létt og grípandi popptónlist, sumir segja að hún hafi jafnvel vott af [[Sálartónlist|sálartónlist]]. Hún er með miklum upptakti, textarnir eru einfaldir og frekar grunnir, jafnvel barnalegir, lítið af sólóum og lögin yfirleitt frekar stutt. Henni hefur stundum verið ruglað saman við [[gleði-popp]] Það er í raun svipað, nema höfðar frekar til fullorðinna.<ref name=Oldies>{{vefheimild|höfundur=Robert Fontenot|titill=Oldies Music Glossary: ''Bubblegum''|url=http://oldies.about.com/od/70spopandsoul/g/bubblegum.htm|publisher=About.com|mánuðurskoðað=11. mars|árskoðað=2013}}</ref> En gleði-popp er einnig undirstefna popptónlistar en var ríkjandi á undan tyggigúmmí-tónlist.
 
Stefnan var þekktust fyrir grípandi viðlög sem flestir kunnu utan af og endurtekningu á skemmtilegum tónlistarversum og grípandi melódíu.<ref>http://rateyourmusic.com/genre/Bubblegum/</ref> Tónlistin var mikið notuð í auglýsingar, vegna einfaldra texta og grípandi takts. Tilgangur tónlistarinnar var alls ekki að víkka hugann eða gefa fólki nýtt sjónarhorn á lífið, heldur var hún eingöngu til gamans, til þess að gleðja.<ref name="An Informal History of Bubblegum Music" /> Tilgangur tónlistarinnar var alls ekki að víkka hugann eða gefa fólki nýtt sjónarhorn á lífið, hún var eingöngu til gamans, til þess að gleðja. Hún var gerð til þess að vera einföld. Lög sem tilheyrðu tyggigúmmí tónlistinni voru yfirleitt ekki þekkt nema ákveðið lengi, og voru þá bara svokallaðir slagarar. Það er að segja hljómsveitir gáfu yfirleitt bara út eitt til þrjú lög og voru síðan horfnar úr sviðsljósinu. Lögin áttu það samt til að lifa mikið lengur, mörg þeirra lifa enn.