„Kvenréttindi á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
Ekkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
Lína 7:
Hið svonefnda nátttúrulega [[kynjahlutfall mannsins]] er um það bil 1 : 1 sem þýðir að að öðru óbreyttu er fjöldi karla og kvenna jafn. Árið 2015 voru karlar á Íslandi ívið fleiri en konur eða um 50,2% landsmanna. Þessi sama skipting endurspeglast ekki alls staðar í samfélaginu sem leiðir því að þeirri kenningu að kynjunum séu mótuð viss hlutverk. Þannig voru 75% frambjóðenda til fyrsta sætis fyrir [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2010|sveitarstjórnarkosningarnar 2010]] karlkyns. Hlutfall kvenna af kosnum fulltrúum var 40% og hafði aldrei verið hærra. Eftir [[Sveitarstjórnarkosninga á Íslandi 2018|sveitarstjórnarkosningarnar 2018]] hækkaði hlutfall kvenkyns sveitarstjóra úr 22% í 36%.<ref>[http://www.ruv.is/frett/fleiri-konur-styra-sveitarfelogum-en-adur Fleiri konur stýra sveitarfélögum en áður]</ref>
 
Í frétt frá árinu 2003 kom fram að um 7% stjórnarmanna íslenskra fyrirtækja væru kvenkyns árið 2003 og að hlutfallið væri hærra í Mexíkó.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3473500 Hallar á konur í viðskiptalífinu], Morgunblaðið 19. júní 2003</ref> Árið 2011 var einungis 20% framkvæmdastjóra fyrirtækja kvenkyns.<ref>{{vefheimild|url=http://jafnretti.is/D10/_Files/2013_tolur_og_hlutfall_Jafnrettisstofa.pdf|titill=Tölulegar upplýsingar : hlutföll og fjöldi karla og kvenna á ýmsum sviðum samfélags|útgefandi=Jafnréttisstofa|ár=2013}}</ref> Samkvæmt fræðigrein frá 2017 var hlut­fall kvenna í efsta stjórn­un­ar­stigi fyr­ir­tækja ein­ungis 21,9% árið 2015.<ref>[http://www.efnahagsmal.is/article/view/2612 ...hvað segið þið strákar? Upplifun kvenmillistjórnenda af stöðu sinni, möguleikum og hindrunum í starfi], grein í Tímarit um viðskipti og efnahagsmál eftir Unni Dóru Einarsdóttur, Erlu S. Kristjánsdóttur, Þóru H. Christiansen</ref> Í lok nóvember 2018 leiddi athugun í ljós að af hundrað stærstu fyrirtækjunum væru konur framkvæmdastjórar rúmlega 20% þeirra.<ref>[https://www.frettabladid.is/frettir/segir-island-kannski-skast-i-jafnrettismalum-en-ekki-best Segir Ísland kannski skást í jafnréttismálum en ekki best]</ref> Í byrjun árs 2018 sýndi athugun Capacent að konur væru 11 prósent forstjóra en karlar 89 prósent, 27 prósent framkvæmdastjóra íslenskra fyrirtækja en karlar 73 prósent.<ref>[http://www.ruv.is/frett/konur-adeins-11-forstjora Konur aðeins 11% forstjóra]</ref> Í frétt frá febrúar 2019 kom fram að engin kona hefði verið ráðinn forstjóri fyrirtækis skráð í [[Kauphöll Íslands]] frá árinu 2011.<ref>[http://www.ruv.is/frett/karlpeningurinn-heldur-fastast-i-glerthakid „Karlpeningurinn heldur fastast í glerþakið”]</ref>
 
== Saga ==
Lína 52:
[[Rauðsokkahreyfingin]] var íslensk grasrótarhreyfing, stofnuð [[4. október]] [[1970]], sem barðist fyrir auknum kvenréttindum með fundum og ályktunum. Á hinu alþjóðlega [[Kvennaár]]i, [[1975]], voru fjölmargar ráðstefnur og fundir haldnir um stöðu og kjör kvenna. Þessi vinna náði hápunkti á [[Kvennafrídagurinn|Kvennafrídeginum]] [[24. október]] en þá lögðu konur niður vinnu og fjölmenntu í [[miðborg Reykjavíkur]] - um þrjátíu þúsund manns fylltu Lækjartorg og nærliggjandi svæði. Árið 1976 voru fyrst sett lög um jafnrétti kvenna og karla.<ref name="jafnrettislog">[http://www.althingi.is/lagas/nuna/2008010.html Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla], nr. 10/2008</ref> Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kvenna kjörin forseti í [[Forsetakosningar á Íslandi 1980|lýðræðislegum kosningum árið 1980]]. [[Kvennalistinn]] bauð fram til Alþingis í þremur [[Kjördæmi Íslands|kjördæmum]] vorið 1983. Listinn hlaut 5,5% atkvæða og þrjár konur voru kjörnar á þing fyrir Kvennalistann, [[Sigríður Dúna Kristmundsdóttir]], [[Guðrún Agnarsdóttir]] og [[Kristín Halldórsdóttir]].
 
Árið [[1999]] var [[Félag kvenna í atvinnulífinu]] stofnað af um 300 konum. Árið [[2000]] vann [[Vala Flosadóttir]] til bronsverðlauna í [[frjálsar íþróttir|frjálsum íþróttum]] á [[Sumarólympíuleikarnir 2000|Sumarólympíuleikunum]]. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna Ólympíuverðlaun og var sömuleiðis fyrst íslenskra kvenna kosin [[Íþróttamaður ársins]] sama ár.
 
=== 21. öld ===