„Dmítríj Medvedev“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 35:
Medvedev var sem óháður frambjóðandi (en þó studdur af Sameinuðu Rússlandi, stærsta stjórnmálaflokki landsins), kjörinn þriðji forseti Rússlands þann 2. mars 2008 með 71,25% atkvæða í almennum kosningum, og tók embætti þann 7. maí 2008. Þar áður hafði hann gengt stöðu fyrsta aðstoðarforsætisráðherra rússnesku ríkisstjórnarinnar frá 14. nóvember 2005. Áður var hann starfsmannastjóri [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] forseta. Frá árinu 2000 gengdi hann einnig stjórnarformennsku í olíufyrirtækinu Gazprom. Framboð Medvedev var stutt af Pútín þáverandi forseta.
 
Hann gerði efnahagslega nútímavæðingu Rússlands sem sitt meginviðfangsefni sem forseti. Á forsetatíð hans háði Rússland einnig [[Stríð Rússlands og Georgíu|stutt stríð gegn Georgíu]] árið 2008. Medvedev gaf ekki kost á sér til endurkjörs að loknu kjörtímabili hans árið 2012 og studdi þess í stað endurkomu Pútíns á forsetastól. Frá því að Pútín varð forseti á ný hefur Medvedev verið forsætisráðherra landsins.
 
== Bakgrunnur ==