„Dmítríj Medvedev“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 92:
Snemma á forsetatíð Medvedevs árið 2008 háði Rússland [[Stríð Rússlands og Georgíu|stutt stríð]] við nágrannaríki sitt, [[Georgía|Georgíu]]. Stríðið hófst eftir að Georgíumenn sendu herlið inn í héraðið [[Suður-Ossetía|Suður-Ossetíu]], sem er talið til yfirráðasvæða Georgíu en hefur haldið fram sjálfstæði og í reynd ráðið sér sjálft frá tíunda áratugi síðustu aldar. Rússar brugðust við með því að senda eigin herafla inn í Suður-Ossetíu til að reka Georgíumenn burt og réðust síðan inn í Georgíu sjálfa í gegnum Suður-Ossetíu og [[Abkasía|Abkasíu]]. Á fimm dögum unnu Rússar sigur gegn Georgíumönnum og hertóku bæði Abkasíu og Suður-Ossetíu. Í kjölfar stríðsins átti Medvedev fund með forsetum Abkasíu og Suður-Ossetíu og viðurkenndi sjálfstæði beggja ríkjanna, fyrstur þjóðarleiðtoga.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Halldór Arnarson|titill=Enn hitnar í kolunum|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4196993|mánuður=27. ágúst|ár=2008|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=21. febrúar|útgefandi=''Morgunblaðið''}}</ref> Ríkin [[Níkaragva]], [[Venesúela]], [[Nárú]] og [[Sýrland]] hafa síðan fylgt fordæmi Medvedevs og viðurkennt sjálfstæði ríkjanna tveggja en annars hefur alþjóðasamfélagið enn haldið áfram að skilgreina þau sem hluta af Georgíu.
 
Þegar kjörtímabili Medvedevs lauk árið 2012 sóttist hann ekki eftir endurkjöri. Þess í stað mælti hann með því á flokksþingi stjórnarflokksins, [[Sameinað Rússland|Sameinaðs Rússlands]], að Pútín yrði forsetaefni flokksins á ný. Pútín vann auðveldan sigur í kosningunum og skiptist á hlutverkum við Medvedev: Pútín varð forseti á ný og Medvedev varð forsætisráðherra. Rússar kölluðu þessi hlutverkaskiptinguhlutverkaskipti „[[hrókering]]u“ innan ríkisstjórnarinnar.
 
== Einkahagir ==