„Bjólfskviða“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Earthsound (spjall | framlög)
higher resolution image of Beowulf folio
í nútíma menningu
Lína 2:
[[Mynd:Beowulf Cotton MS Vitellius A XV f. 132r.jpg|thumb|right|Fyrsta síðan í handriti Bjólfskviðu, molnað hefur af spássíunum.]]
'''Bjólfskviða''', sem á ensku heitir ''Beowulf'', er [[Engilsaxar|engilsaxneskt]] eða [[Fornenska|fornenskt]] [[miðaldir|miðaldakvæði]] sem segir af hetjunni og stríðsmanninum Bjólfi og viðureign hans við risann [[Grendill|Grendil]], móður ''Grendils'' og síðar við [[Dreki (goðsagnavera)|dreka]], þegar hann er orðinn konungur í [[Gautland]]i. Bjólfskviða var skrifuð á [[England]]i en sögusviðið er [[Skandinavía]] á [[8. öld|8.]] eða [[9. öld]]. Kviðan er [[söguljóð]] um atburði og hetjur fortíðar. Bjólfskviða er eitt af höfuðritum fornenskrar tungu, en höfundur er ókunnur.
 
[[File: David Woodard Exploding Beowulf.jpg|thumb|[[David Woodard]] leikur bæði Beowulf og Grendel í ''Exploding Beowulf'' ([[Berlín]], 2010).]]
 
Ástæðan fyrir því að danskar og norrænar sagnir eru í þessu fornenska handriti, er sú að danskir og norskir menn höfðu hertekið og numið land víða á Englandi, einkum í [[Danalög]]um, og hafa sagnirnar borist með þeim. Að lokum náðu [[Danakonungar]] Englandi á sitt vald, [[Sveinn tjúguskegg]] 1013–1014 og [[Knútur ríki]] 1016–1035.