„Gagnrýnin hugsun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tengill
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
{{Alþjóðavæða}}
'''Gagnrýnin hugsun''' er yfirveguð hugleiðing um hvort maður ætti að fallast á eða hafna [[fullyrðing]]u eða fresta dómi um hana og með hversu mikilli vissu maður ætti að fallast á hana eða hafna henni. [[Páll Skúlason]] skilgreinir gagnrýna hugsun svo: „Gagnrýnin er sú hugsun sem fellst ekki á neina skoðun eða fullyrðingu nema hún hafi fyrst rannsakað hvað í henni felst og fundið fullnægjandi rök fyrir henni“.<ref>Páll Skúlason (1987): 70.</ref> Gagnrýnin hugsun á jafnt við um [[Skoðun|skoðanamyndun]] og [[Ákvörðun|ákvarðanatöku]]. Hún tekur til greina vitnisburð, reynslu og rök og felur gjarnan í sér túlkun og mat á vitnisburði, rökum og upplýsingum og samhengi þeirra og mikilvægi, sem og mat á hvaða mælikvarði eða aðferðafræði er viðeigandi til að skera úr um málið. Gagnrýnin hugsun reiðir sig ekki einungis á rökfestu heldur einnig á nákvæmni, skýra hugsun og sanngirni eftir því sem á við.