„Pablo Escobar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 29:
Um tvítugt eða þar um bil komst Escobar í tæri við kókaínviðskipti. Hann varð brátt umsvifamikill á þeim vettvangi og byggði upp slíkt veldi að um tíma var hann án efa valdamesti maður Kólumbíu. Sagt er að Escobar hafi byrjað ferilinn sem kókaínsali á því að fara til Perú, kaupa þar kókaíndeig fyrir 30 dollara, flytja það til Kólumbíu, hreinsa það þar og selja síðan.
 
Árið [[1975]] var helsti kókaínbarón Medellín myrtur og Escobar tók brátt við hlutverki hans og varð foringi samtaka sem kölluðust [[Medellínhringurinn]] (Medellín Cartel de Medellín). Samtök þessi fengust við margvíslega ólöglega starfsemi þar sem eiturlyfjaverslun var þungamiðjan. Þessi umsvif jukust síðan með ævintýralegum hraða en árið [[1989]] taldi ''Forbes Magazine'' Escobar sjöunda ríkasta mann í heimi og áætlaði eignir hans jafnvirði 24 milljarða dollara.
 
Í [[maí]] [[1976]] var Escobar handtekinn þegar hann ætlaði að smygla kókaíni frá [[Ekvador]] til Kólumbíu en efnið var falið í varadekki. Escobar bauð mútur, sem ekki voru þegnar en lögfræðingum hans tókst að fá málið fellt niður og hann var látinn laus eftir nokkra mánuði í haldi. Lögreglumennirnir sem handtóku Escobar voru myrtir [[1977]], lögreglustjórinn var myrtur [[1981]] og dómari, sem gaf út handtökuskipun á hendur Escobar vegna morða lögreglumannanna, var felldur í skotárás [[1986]]. Hér eftir setti Escobar áhrifamönnum gjarnan tvo kosti: plata o plomo (bókstafleg merking: silfur eða blý) þ.e. þiggja mútur eða verða drepinn.