„OAIS“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''OAIS''', stendur fyrir ensku skammstöfunina '''Open Archival Information System''' sem mætti útleggja á íslensku sem '''Opið skjalavörslu-upplýsingakerfi''', er skjalasaf...
Merki: 2017 source edit
 
mEkkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
Lína 1:
'''OAIS''', stendur fyrir ensku skammstöfunina '''Open Archival Information System''' sem mætti útleggja á íslensku sem '''Opið skjalavörslu-upplýsingakerfi''', er [[skjalasafn]] sem hefur það hlutverk að varðveita upplýsingar til lengri tíma með þarfir skilgreinds markhóps (e. ''designated community'') í huga. OAIS er huglægt skýringarlíkan sem kynnir til sögunnar grunnhugtök en ekki nákvæm forskrift. Til er [[ISO]]-staðall fyrir OAIS, ISO 14721:2012.
 
Þó svo OAIS eigi við um upplýsingakerfi sem miði að því að varðveita til óskilgreinds lengri tíma er ekki endilega átt við varanlega varðveislu. OAIS-líkanið tekur tillit til örra tæknilegra breytinga á sviði stafrænnar tækni, þannig getur stuðningur við viss [[skráarsnið]] úrelst með tímanum og orðið þess valdandi að upplýsingar glatist. Sömuleiðis getur [[vélbúnaður]] úrelst, til að mynda eru [[disketta|diskettur]] lítið sem ekkert notaðar í dag og [[geisladiskur|geisladiskar]] með gögnum hafa að mestu vikið fyrir [[usb-kubbur|usb-kubbum]] og [[flakkari|flökkurum]].