„Norður-Makedónía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 42:
 
==Heiti==
Nafn landsins er dregið af gríska heitinu ''Makedonia'' eftir [[Makedónar|Makedónum]] sem í [[fornöld]] stofnuðu [[Konungsríkið Makedónía|Konungsríkið Makedóníu]]. Landið nær yfir um þriðjung þess svæðis sem var nefnt Makedónía til forna. Það eruueru einkum Grikkir sem mótmæla því að ''Makedónía'' kom fyrir í nafni ríkisins þar eð þeir telja heitið vera grískt. Einnig óttuðust þeir fyrst að hið nýja ríki kynni að gera tilkall til svæða sem nú eru innan landamæra Grikklands.
 
Vegna deilna um nafn Lýðveldisins Makedóníu komu Grikkir í lengi í veg fyrir að landið fengi að sækja um aðild að [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]] og [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]]. Árin 2018 og 2019 sömdu ríkisstjórnir Grikklands og Makedóníu því um að nafni lýðveldisins skyldi breytt í '''Lýðveldið Norður-Makedónía''' og að Grikkland myndi í staðinn leggja blessun sína við umsóknir nágrannaríkisins til þessara stofnana.<ref>{{Vefheimild|titill=Norður-Makedónía komin á kortið|url=http://www.ruv.is/frett/nordur-makedonia-komin-a-kortid|ár=2019|mánuður=12. janúar|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=13. febrúar|árskoðað=2019}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Grikkir fullgiltu Nató-aðild Norður-Makedóníu|url=http://www.ruv.is/frett/grikkir-fullgiltu-nato-adild-nordur-makedoniu|ár=2019|mánuður=9. febrúar|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=13. febrúar|árskoðað=2019}}</ref>
 
==Stjórnsýslueiningar==