„Sómalía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Landasnið
Milyan565 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 40:
 
Sómalía hefur verið mikilvæg miðstöð verslunar í þessum heimshluta frá því í [[fornöld]] og þar er talið líklegast að landið [[Púnt]], sem er þekkt úr [[Egyptaland hið forna|fornegypskum]] heimildum, hafi verið. Nokkur öflug [[soldánsdæmi]] komu þar upp á [[miðaldir|miðöldum]] og á [[nýöld]], eins og [[Soldánsdæmið Mógadisjú]], [[Soldánsdæmið Ajuran]], [[Soldánsdæmið Warsangali]] og [[Soldánsdæmið Geledi]]. Tvö síðastnefndu soldánsdæmin urðu [[Breska Sómalíland]] og [[Ítalska Sómalíland]] þegar Evrópuveldin lögðu þau undir sig í [[Kapphlaupið um Afríku|kapphlaupinu um Afríku]] undir lok [[19. öldin|19. aldar]]. [[Dervisjaríkið|Dervisjaríki]] [[Múhameð Abdúlla Hassan|Múhameðs Abdúlla Hassans]] stóðst ásælni Breta inni í landi þar til þeir voru sigraðir með loftárásum árið [[1920]]. Ítalir lögðu [[Soldánsdæmið Majeerteen]] og [[Soldánsdæmið Hobyo]] undir sig eftir nokkur átök [[1924]] og [[1926]]. Bretar lögðu svo nýlendur Ítala undir sig árið [[1941]], í [[Síðari heimsstyrjöld]]. Eftir stríðið varð Norður-Sómalía breskt verndarsvæði en Suður-Sómalíu var stýrt af [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]] undir ítalskri stjórn. Árið [[1960]] sameinuðust þessi tvö lönd í eitt sjálfstætt ríki, Sómalíu.
[[File:Export-Somali-706-7000000.svg|thumb|right|600px|náhled]]
 
Árið [[1969]] rændi herforinginn [[Siad Barre]] völdum í landinu og stofnaði Alþýðulýðveldið Sómalíu. Þegar andspyrnuhópar hröktu hann frá völdum árið [[1991]] braust [[Sómalska borgarastyrjöldin]] út. Á þeim tíma tóku sum héruð, eins og [[Sómalíland]], [[Púntland]] og [[Galmudug]], upp eigin stjórn og landsmenn tóku upp [[óformlegt hagkerfi]] sem byggðist á kvikfé, peningasendingum og farsímakerfum. Eftir aldamótin voru gerðar nokkrar tilraunir til að skapa [[sambandsríki]] og árið [[2004]] hóf [[Tímabundna sambandsstjórnin]] að koma á fót ríkisstofnunum eins og [[seðlabanki|seðlabanka]] og [[her]]. Árið [[2006]] náði þessi stjórn að leggja undir sig átakahéruð í sunnanverðu landinu með aðstoð [[eþíópíski herinn|eþíópíska hersins]]. Ný stjórnarskrá var samþykkt árið [[2012]] og sama ár tók [[Sambandsstjórn Sómalíu]] við völdum.