„Fyrri heimsstyrjöldin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jidj
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
m Tók aftur breytingar 193.4.142.107 (spjall), breytt til síðustu útgáfu TKSnaevarr
Merki: Afturköllun
Lína 1:
{{Infobox military conflict
Bíbú
| conflict = Fyrri heimsstyrjöldin
| image = WWImontage.jpg
| image_size = 300px
| caption = {{small|Réttsælis ofan frá: Sviðin jörð eftir sprengjuárásir í [[Orrustan við Somme|orrustunni við Somme]], skriðdrekar á leið yfir Hindenburg-línuna, skipið ''HMS Irresistible'' sekkur eftir að hafa rekist á sprengju í [[Dardanellasund]]i, breskir skotliðar með gasgrímur í orrustunni við Somme, þýskar herflugvélar.}}
| date = [[28. júlí]] [[1914]] – [[11. nóvember]] [[1918]] (4 ár, 3 mánuðir og 14 dagar)
| place = [[Evrópa]], [[Afríka]], [[Miðausturlönd]], [[Kína]], [[Eyjaálfa]], [[Kyrrahaf]], [[Atlantshaf]]
| territory =
| result = Sigur bandamanna með undirritun [[Versalasamningurinn|Versalasamningsins]]
* Öll stórveldi á meginlandi Evrópu leyst upp; [[lýðveldi]] stofnuð í Þýskalandi, Rússlandi, Tyrklandi og Austurríki
** [[Rússneska keisaradæmið]] leyst upp og [[Sovétríkin]] stofnuð
** [[Þýska keisaraveldið|Þýska keisaradæmið]] leyst upp og [[Weimar-lýðveldið]] stofnað
** [[Tyrkjaveldi]] leyst upp og [[Tyrkland|lýðveldið Tyrkland]] stofnað
** [[Austurríki-Ungverjaland|Austurrísk-ungverska keisaradæmið]] leyst upp og skipt í smærri ríki
* [[Þjóðabandalagið]] stofnað
| combatant1 = [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|Bandamenn]]
| combatant2 = [[Miðveldin]]
| commander1 = {{small|
* [[File:Flag of France (1794–1815, 1830–1958).svg|20px]] [[Raymond Poincaré]]
* [[File:Flag of France (1794–1815, 1830–1958).svg|20px]] [[Georges Clemenceau]]
* [[File:Flag of Russia.svg|20px]] [[Nikulás 2.]]
* [[File:Flag of Russia.svg|20px]] [[Aleksandr Kerenskij]]
* [[File:Flag of Belgium.svg|20px]] [[Albert 1. Belgíukonungur|Albert 1.]]
* [[File:Flag of the United Kingdom.svg|20px]] [[H. H. Asquith]]
* [[File:Flag of the United Kingdom.svg|20px]] [[David Lloyd George]]
* [[File:Flag of the United States (1912-1959).svg|20px]] [[Woodrow Wilson]]
* [[File:Flag of Italy (1861–1946).svg|20px]] [[Viktor Emmanúel 3.]]
* [[File:Flag of Italy (1861–1946).svg|20px]] [[Vittorio Emanuele Orlando|Vittorio Orlando]]
* [[File:Flag of Japan (1870–1999).svg|20px]] [[Taishō keisari|Yoshihito]]
* [[File:State Flag of Serbia (1882-1918).svg|20px]] [[Pétur 1. Serbíukonungur|Pétur 1.]]
* [[File:Flag of Romania.svg|20px]] [[Ferdinand 1. Rúmeníukonungur|Ferdinand 1.]]
* [[File:State Flag of Greece (1863-1924 and 1935-1973).svg|20px]] [[Elefþerios Venizelos]]}}
| commander2 = {{small|
* [[File:Flag of the German Empire.svg|20px]] [[Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari|Vilhjálmur 2.]]
* [[File:Flag of the German Empire.svg|20px]] [[Paul von Hindenburg]]
* [[File:Flag of the German Empire.svg|20px]] [[Erich Ludendorff]]
* [[File:Flag of Austria-Hungary (1869-1918).svg|20px]] [[Frans Jósef 1. Austurríkiskeisari|Frans Jósef 1.]]
* [[File:Flag of Austria-Hungary (1869-1918).svg|20px]] [[Karl 1. Austurríkiskeisari|Karl 1.]]
* [[File:Flag of the Ottoman Empire.svg|20px]] [[Enver Pasja]]
* [[File:Flag of the Ottoman Empire.svg|20px]] [[Mehmed 5.]]
* [[File:Flag of the Ottoman Empire.svg|20px]] [[Mehmed 6.]]
* [[File:Flag of Bulgaria.svg|20px]] [[Ferdinand 1. Búlgaríukeisari|Ferdinand 1.]]}}
| casualties1 = {{small|'''Hermenn látnir:''' 5.525.000<br>'''Almennir borgarar látnir:''' 4.000.000}}
| casualties2 = {{small|'''Hermenn látnir:''' 4.386.000<br>'''Almennir borgarar látnir:''' Rúmlega 3.700.000}}
}}
'''Fyrri heimsstyrjöldin''' (sem nefnt var '''heimsstríðið''' fyrir [[seinni heimsstyrjöldin]]a) var mannskætt stríð sem geysaði í [[Evrópa|Evrópu]] í fjögur ár. Stríðið hefur verið nefnt „stríðið mikla“ og „stríðið sem enda átti öll stríð“. Sá atburður sem miðað er við að marki upphaf stríðsins var morðið á [[Frans Ferdinand erkihertogi|Frans Ferdinand]] erkihertoga og ríkisarfa [[Austurríki]]s í [[Sarajevó]] þann [[28. júní]] [[1914]]. Átök hófust í [[ágúst]] 1914 og breiddust hratt út. Þegar upp var staðið lágu um tíu milljónir manna í valnum, um tuttugu milljónir höfðu særst og ótal manns misst heimili sín og lifibrauð. Stríðinu lauk með uppgjöf [[Þýskaland|Þjóðverja]] [[11. nóvember]] [[1918]]. Að stríðinu loknu funduðu fyrrum fjandmenn í [[Versalir|Versölum]] í [[Frakkland]]i þar sem [[Versalasamningurinn]] var gerður.
 
Sigurvegarar í stríðinu voru [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|bandamenn]] undir forystu [[Frakkland|Frakka]] en auk þeirra voru [[Bretland|Bretar]] og [[Rússland|Rússar]] (til [[1917]]) og síðar einnig [[Ítalía|Ítalir]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjamenn]]. Miðveldin voru [[Austurríki-Ungverjaland]], [[Þýska keisaraveldið]], [[Búlgaría]] og [[Tyrkjaveldi|Ottómanveldið]].
Nigga
 
Flestar orrustur í fyrri heimsstyrjöldinni voru háðar á [[Vesturvígstöðvar (fyrri heimsstyrjöldin)|vesturvígstöðvunum]], lengst af í formi [[Skotgrafahernaður|skotgrafahernaðar]] en á milli andstæðra skotgrafa var svokallað „einskis manns land“. Skotgrafirnar náðu allt frá [[Norðursjór|Norðursjó]] að landamærum [[Sviss]]. Á [[Austurvígstöðvar (fyrri heimsstyrjöldin)|austurvígstöðvunum]] komu víðáttur [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]] og takmarkaðar járnbrautir í veg fyrir langvarandi skotgrafahernað og ollu meiri hreyfanleika víglínanna. Einnig voru háðar orrustur á hafi og neðansjávar með [[Kafbátahernaður|kafbátahernaði]] og í fyrsta sinn í [[Lofthernaður|lofti]]. Meira en níu milljónir hermanna létu lífið í orrustum og milljónir óbreyttra borgara fórust.
 
Stríðið olli því að tvö ríki liðuðust í sundur og tvö önnur keisaradæmi liðu undir lok: Austurríki-Ungverjaland og Ottóman veldið liðuðust í sundur og Þýska keisaradæmið og Rússneska keisaradæmið liðu undir lok. Þýskaland glataði öllu veldi sínu utan Evrópu og ný ríki urðu til, svo sem [[Tékkóslóvakía]], [[Eistland]], [[Lettland]], [[Litháen]], [[Finnland]], [[Pólland]] og [[Júgóslavía]].
[[Mynd:Royal Irish Rifles ration party Somme July 1916.jpg|right|thumb|250px|[[Írland|Írskar]] riflaskyttur í skotgröfunum við Somme, [[1. júlí]] [[1916]].]]
[[Mynd:USA_bryter_de_diplomatiska_förbindelserna_med_Tyskland_3_februari_1917.jpg|thumb|250px|[[Woodrow Wilson]] forseti tilkynnir Bandaríkjaþingi um riftun stjórnmálasambands við [[Þýskaland]] [[3. febrúar]] [[1917]].]]
[[Mynd:Vickers machine gun crew with gas masks.jpg|thumb|right|250px|[[Bretland|Breskir]] hermenn með Vickers [[Vélbyssa|vélbyssu]].]]
[[Mynd:trencheswwi2.jpg|right|thumb|250px|Bróðurpart styrjaldarinnar voru hermenn á vesturvígstöðvunum fastir í [[skotgröf]]um.]]
[[Mynd:NYTimes-Page1-11-11-1918.jpg|right|thumb|250px|forsíða ''[[New York Times]]'' þann, [[11. nóvember]] [[1918]].]]
 
== Orsakir stríðsins ==
Þann [[28. júní]] [[1914]] skaut [[Gavrilo Princip]] [[Frans Ferdinand erkihertogi|Franz Ferdinand]], erkihertoga Austurríkis-Ungverjalands og erfingja krúnunnar, og eiginkonu hans [[Sophie Chotek]] til bana í [[Sarajevo]]. Princip var meðlimur í þjóðernissinnuðu samtökunum [[Ung Bosnía]], sem höfðu það á stefnuskrá sinni að sameina alla Suður-Slava í einu ríki, sjálfstæðu og óháðu Austurríki-Ungverjalandi. Morðið í Sarajevo hratt af stað atburðarás sem stigmagnaðist og leiddi til stríðs. Morðið var tilefni stríðsins en raunverulegar [[Orsök|orsakir]] þess voru aftur á móti margvíslegar og flóknar.
 
=== Vopnakapphlaup ===
Spennan jókst í vopnakapphlaupi breska og þýska flotans árið [[1906]] þegar [[HMS Dreadnought (1906)|HMS ''Dreadnought'']] var hleypt af stokkunum. Dreadnought var byltingarkennt orrustuskip sem gerði eldri orrustuskip úrelt. (Breski flotinn hélt alltaf forystu sinni gagnvart þeim þýska.) Sagnfræðingurinn [[Paul Kennedy]] hefur bent á að báðar þjóðirnar hafi trúað á kenningu [[Alfreds Thayers Mahan|Alfred Thayer Mahan]] um að yfirráð á hafi væru sérhverju stórveldi ómissandi.
 
Sagnfræðingurinn [[David Stevenson]] lýsti vopnakapphlaupinu sem „vítahring síaukinnar stríðsgetu“.
 
{| class="wikitable"
|-
! colspan=4 | Flotastyrkur veldanna árið 1914
|-
! Land
! Herafli
! Fjöldi stórra herskipa
! Tonn
|-
| Rússland
| style="text-align: right" | 55.000
| style="text-align: center" | 4
| style="text-align: right" | 348.000
|-
| Frakkland
| style="text-align: right" | 67.000
| style="text-align: center" | 10
| style="text-align: right" | 731.000
|-
| Bretland
| style="text-align: right" | 209.000
| style="text-align: center" |29
| style="text-align: right" | 2.205.000
|-
| style="text-align: right" | '''Alls'''
| style="text-align: right" | '''331.000'''
| style="text-align: center" | '''43'''
| style="text-align: right" | '''3.264.000'''
|-
| Þýskaland
| style="text-align: right" | 79.000
| style="text-align: center" | 17
| style="text-align: right" | 1.019.000
|-
| Austurríki-Ungverjaland
| style="text-align: right" | 16.000
| style="text-align: center" | 3
| style="text-align: right" | 249.000
|-
| style="text-align: right" | '''Alls'''
| style="text-align: right" | '''95.000'''
| style="text-align: center" | '''20'''
| style="text-align: right" | '''1.268.000'''
|-hhhl
| colspan=4 | Heimild: Ferguson (1999): 85
|}
 
=== Áætlanir, vantraust og herkvaðning ===
Margir stjórnmálafræðingar og sagnfræðingar telja að hernaðaráætlanir Þýskalands, Frakklands og Rússlands hafi magnað upp átökin. [[Fritz Fischer]] hefur auk annarra lagt áherslu á [[Schlieffen-áætlunin]], sem var megináætlun Þýskalands ef Þýskaland stæði frammi fyrir stríði gegn Frakklandi og Rússlandi samtímis, hafi í eðli sínu verið mjög ögrandi. Stríð á tveimur vígstöðvum þýddi að Þýskaland yrði að sigra annan andstæðinginn fljótt áður en ráðist yrði gegn hinum og að tíminn væri naumur til þess. Hún fól í sér öfluga sókn á hægri vængnum til þess að hertaka [[Belgía|Belgíu]] og lama franska herinn með því að koma honum í opna skjöldu.
 
Að svo búnu myndi þýski herinn hraða sér til austurs með járnbrautarlestum og mala þar svifaseinni her Rússa.
 
Áætlanir Frakka, [[áætlun XVII]], gerði ráð fyrir innrás í [[Ruhr]] dalinn, iðnaðarhérað Þýskalands, með það að augnamiði að svifta Þýskaland getunni til að heyja stríð.
 
Endurskoðuð áætlun Rússa, [[áætlun XIX]], gerði ráð fyrir árásum bæði á Austurríki-Ungverjaland og Þýskaland.
 
Áætlanir allra þriggja sköpuðu órólegt andrúmsloft taugaveiklunar þar sem herforingjar voru ákafir að ná frumkvæðinu og vinna afgerandi sigra. Nákvæmar áætlanir voru gerðar með nákvæmum tímatöflum. Herforingjar jafnt sem stjórnmálamenn skildu að um leið og boðin bærust væri lítill sem enginn möguleiki á að snúa aftur því þar með væri mikið forskot glatað.
 
Enn fremur ætti ekki að vanmeta samskiptavandann árið 1914. Allar þjóðirnar notuðu enn símskeyti og sendiherra sem meginleið til samskipta. Boð gátu því tafist klukkustundum og jafnvel dögum saman.
 
=== Hernaðarhyggja og sjálfræði ===
[[Woodrow Wilson]] forseti [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] kenndi hernaðarhyggju um stríðið. Hugmyndin var sú að yfirstéttin og hernaðarelítan væri of valdamikil í Þýskalandi, Rússlandi og Austurríki-Ungverjalandi og að stríðið væri afleiðing af löngun þeirra eftir hernaðarmætti og fyrirlitningu þeirra á [[lýðræði]]. Þetta var meginstef í áróðrinum gegn Þýskalandi, sem varpaði afar neikvæðu ljósi á [[Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari|Vilhjálm II]] keisara og [[Prússland|prússneska]] hernaðarhefð. Fylgjendur þessarar kenningar kröfðust því afsagnar slíkra þjóðhöfðingja, afnáms stéttakerfisins og endaloka hernaðarhyggjunnar — allt réttlætti þetta bandarísk afskipti af stríðinu um leið og Rússland dró sig í hlé úr stríðinu og yfirgaf bandamenn.
 
Wilson vonaði að [[Þjóðabandalagið]] og almenn afvopnun myndi tryggja varanlegan frið. Hann viðurkenndi einnig að afbrigði hernaðarhyggjunnar lifðu góði lífi innan breska og franska stjórnkerfisins.
 
=== Hagfræðileg heimsvaldsstefna ===
[[Vladimír Lenín]] hélt því fram að [[heimsvaldsstefna]]n væri ástæða stríðsins. Í þessu studdust hann við [[hagfræði]] [[Karl Marx|Karls Marx]] og enska hagfræðingsins [[John A. Hobson|Johns A. Hobson]], sem hafði áður spáð því að útkoma hagfræðilegrar heimsvaldsstefnu eða ótakmarkaðrar eftirsóknar eftir nýjum mörkuðum myndi leiða til hnattrænna hernaðarátaka.<ref>J.A. Hobson, „Imperialism“ (1902) [http://www.fordham.edu/halsall/mod/1902hobson.html fordham.edu website]</ref> Rök hans fengu þónokkrar undirtektir í upphafi stríðsins og auðvelduðu útbeiðslu [[Marxismi|marxisma]] og [[Kommúnismi|kommúnisma]]. Lenín hélt því fram að hagsmunir fjármagnseigenda í hinum ýmsu [[Kapítalismi|kapítalísku]] heimsveldum hefðu ráðið ákvörðunum stjórnvalda og leitt til stríðs.<ref>[http://www.marxists.org/archive/lenin/works/1916/imp-hsc/ „Imperialism: The Highest Stage of Capitalism“], 1917.</ref>
 
== Stríðandi fylkingar ==