„Fyrri heimsstyrjöldin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Nogga car
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Jidj
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 1:
Bíbú
 
Nigga
== Orsakir stríðsins ==
Þann [[28. júní]] [[1914]] skaut [[Gavrilo Princip]] [[Frans Ferdinand erkihertogi|Franz Ferdinand]], erkihertoga Austurríkis-Ungverjalands og erfingja krúnunnar, og eiginkonu hans [[Sophie Chotek]] til bana í [[Sarajevo]]. Princip var meðlimur í þjóðernissinnuðu samtökunum [[Ung Bosnía]], sem höfðu það á stefnuskrá sinni að sameina alla Suður-Slava í einu ríki, sjálfstæðu og óháðu Austurríki-Ungverjalandi. Morðið í Sarajevo hratt af stað atburðarás sem stigmagnaðist og leiddi til stríðs. Morðið var tilefni stríðsins en raunverulegar [[Orsök|orsakir]] þess voru aftur á móti margvíslegar og flóknar.
 
=== Vopnakapphlaup ===
Spennan jókst í vopnakapphlaupi breska og þýska flotans árið [[1906]] þegar [[HMS Dreadnought (1906)|HMS ''Dreadnought'']] var hleypt af stokkunum. Dreadnought var byltingarkennt orrustuskip sem gerði eldri orrustuskip úrelt. (Breski flotinn hélt alltaf forystu sinni gagnvart þeim þýska.) Sagnfræðingurinn [[Paul Kennedy]] hefur bent á að báðar þjóðirnar hafi trúað á kenningu [[Alfreds Thayers Mahan|Alfred Thayer Mahan]] um að yfirráð á hafi væru sérhverju stórveldi ómissandi.
 
Sagnfræðingurinn [[David Stevenson]] lýsti vopnakapphlaupinu sem „vítahring síaukinnar stríðsgetu“.
 
{| class="wikitable"
|-
! colspan=4 | Flotastyrkur veldanna árið 1914
|-
! Land
! Herafli
! Fjöldi stórra herskipa
! Tonn
|-
| Rússland
| style="text-align: right" | 55.000
| style="text-align: center" | 4
| style="text-align: right" | 348.000
|-
| Frakkland
| style="text-align: right" | 67.000
| style="text-align: center" | 10
| style="text-align: right" | 731.000
|-
| Bretland
| style="text-align: right" | 209.000
| style="text-align: center" |29
| style="text-align: right" | 2.205.000
|-
| style="text-align: right" | '''Alls'''
| style="text-align: right" | '''331.000'''
| style="text-align: center" | '''43'''
| style="text-align: right" | '''3.264.000'''
|-
| Þýskaland
| style="text-align: right" | 79.000
| style="text-align: center" | 17
| style="text-align: right" | 1.019.000
|-
| Austurríki-Ungverjaland
| style="text-align: right" | 16.000
| style="text-align: center" | 3
| style="text-align: right" | 249.000
|-
| style="text-align: right" | '''Alls'''
| style="text-align: right" | '''95.000'''
| style="text-align: center" | '''20'''
| style="text-align: right" | '''1.268.000'''
|-hhhl
| colspan=4 | Heimild: Ferguson (1999): 85
|}
 
=== Áætlanir, vantraust og herkvaðning ===
Margir stjórnmálafræðingar og sagnfræðingar telja að hernaðaráætlanir Þýskalands, Frakklands og Rússlands hafi magnað upp átökin. [[Fritz Fischer]] hefur auk annarra lagt áherslu á [[Schlieffen-áætlunin]], sem var megináætlun Þýskalands ef Þýskaland stæði frammi fyrir stríði gegn Frakklandi og Rússlandi samtímis, hafi í eðli sínu verið mjög ögrandi. Stríð á tveimur vígstöðvum þýddi að Þýskaland yrði að sigra annan andstæðinginn fljótt áður en ráðist yrði gegn hinum og að tíminn væri naumur til þess. Hún fól í sér öfluga sókn á hægri vængnum til þess að hertaka [[Belgía|Belgíu]] og lama franska herinn með því að koma honum í opna skjöldu.
 
Að svo búnu myndi þýski herinn hraða sér til austurs með járnbrautarlestum og mala þar svifaseinni her Rússa.
 
Áætlanir Frakka, [[áætlun XVII]], gerði ráð fyrir innrás í [[Ruhr]] dalinn, iðnaðarhérað Þýskalands, með það að augnamiði að svifta Þýskaland getunni til að heyja stríð.
 
Endurskoðuð áætlun Rússa, [[áætlun XIX]], gerði ráð fyrir árásum bæði á Austurríki-Ungverjaland og Þýskaland.
 
Áætlanir allra þriggja sköpuðu órólegt andrúmsloft taugaveiklunar þar sem herforingjar voru ákafir að ná frumkvæðinu og vinna afgerandi sigra. Nákvæmar áætlanir voru gerðar með nákvæmum tímatöflum. Herforingjar jafnt sem stjórnmálamenn skildu að um leið og boðin bærust væri lítill sem enginn möguleiki á að snúa aftur því þar með væri mikið forskot glatað.
 
Enn fremur ætti ekki að vanmeta samskiptavandann árið 1914. Allar þjóðirnar notuðu enn símskeyti og sendiherra sem meginleið til samskipta. Boð gátu því tafist klukkustundum og jafnvel dögum saman.
 
=== Hernaðarhyggja og sjálfræði ===
[[Woodrow Wilson]] forseti [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] kenndi hernaðarhyggju um stríðið. Hugmyndin var sú að yfirstéttin og hernaðarelítan væri of valdamikil í Þýskalandi, Rússlandi og Austurríki-Ungverjalandi og að stríðið væri afleiðing af löngun þeirra eftir hernaðarmætti og fyrirlitningu þeirra á [[lýðræði]]. Þetta var meginstef í áróðrinum gegn Þýskalandi, sem varpaði afar neikvæðu ljósi á [[Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari|Vilhjálm II]] keisara og [[Prússland|prússneska]] hernaðarhefð. Fylgjendur þessarar kenningar kröfðust því afsagnar slíkra þjóðhöfðingja, afnáms stéttakerfisins og endaloka hernaðarhyggjunnar — allt réttlætti þetta bandarísk afskipti af stríðinu um leið og Rússland dró sig í hlé úr stríðinu og yfirgaf bandamenn.
 
Wilson vonaði að [[Þjóðabandalagið]] og almenn afvopnun myndi tryggja varanlegan frið. Hann viðurkenndi einnig að afbrigði hernaðarhyggjunnar lifðu góði lífi innan breska og franska stjórnkerfisins.
 
=== Hagfræðileg heimsvaldsstefna ===
[[Vladimír Lenín]] hélt því fram að [[heimsvaldsstefna]]n væri ástæða stríðsins. Í þessu studdust hann við [[hagfræði]] [[Karl Marx|Karls Marx]] og enska hagfræðingsins [[John A. Hobson|Johns A. Hobson]], sem hafði áður spáð því að útkoma hagfræðilegrar heimsvaldsstefnu eða ótakmarkaðrar eftirsóknar eftir nýjum mörkuðum myndi leiða til hnattrænna hernaðarátaka.<ref>J.A. Hobson, „Imperialism“ (1902) [http://www.fordham.edu/halsall/mod/1902hobson.html fordham.edu website]</ref> Rök hans fengu þónokkrar undirtektir í upphafi stríðsins og auðvelduðu útbeiðslu [[Marxismi|marxisma]] og [[Kommúnismi|kommúnisma]]. Lenín hélt því fram að hagsmunir fjármagnseigenda í hinum ýmsu [[Kapítalismi|kapítalísku]] heimsveldum hefðu ráðið ákvörðunum stjórnvalda og leitt til stríðs.<ref>[http://www.marxists.org/archive/lenin/works/1916/imp-hsc/ „Imperialism: The Highest Stage of Capitalism“], 1917.</ref>
 
== Stríðandi fylkingar ==