„Fyrri heimsstyrjöldin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Nogga car
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 1:
Bíbú
{{Infobox military conflict
| conflict = Fyrri heimsstyrjöldin
| image = WWImontage.jpg
| image_size = 300px
| caption = {{small|Réttsælis ofan frá: Sviðin jörð eftir sprengjuárásir í [[Orrustan við Somme|orrustunni við Somme]], skriðdrekar á leið yfir Hindenburg-línuna, skipið ''HMS Irresistible'' sekkur eftir að hafa rekist á sprengju í [[Dardanellasund]]i, breskir skotliðar með gasgrímur í orrustunni við Somme, þýskar herflugvélar.}}
| date = [[28. júlí]] [[1914]] – [[11. nóvember]] [[1918]] (4 ár, 3 mánuðir og 14 dagar)
| place = [[Evrópa]], [[Afríka]], [[Miðausturlönd]], [[Kína]], [[Eyjaálfa]], [[Kyrrahaf]], [[Atlantshaf]]
| territory =
| result = Sigur bandamanna með undirritun [[Versalasamningurinn|Versalasamningsins]]
* Öll stórveldi á meginlandi Evrópu leyst upp; [[lýðveldi]] stofnuð í Þýskalandi, Rússlandi, Tyrklandi og Austurríki
** [[Rússneska keisaradæmið]] leyst upp og [[Sovétríkin]] stofnuð
** [[Þýska keisaraveldið|Þýska keisaradæmið]] leyst upp og [[Weimar-lýðveldið]] stofnað
** [[Tyrkjaveldi]] leyst upp og [[Tyrkland|lýðveldið Tyrkland]] stofnað
** [[Austurríki-Ungverjaland|Austurrísk-ungverska keisaradæmið]] leyst upp og skipt í smærri ríki
* [[Þjóðabandalagið]] stofnað
| combatant1 = [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|Bandamenn]]
| combatant2 = [[Miðveldin]]
| commander1 = {{small|
* [[File:Flag of France (1794–1815, 1830–1958).svg|20px]] [[Raymond Poincaré]]
* [[File:Flag of France (1794–1815, 1830–1958).svg|20px]] [[Georges Clemenceau]]
* [[File:Flag of Russia.svg|20px]] [[Nikulás 2.]]
* [[File:Flag of Russia.svg|20px]] [[Aleksandr Kerenskij]]
* [[File:Flag of Belgium.svg|20px]] [[Albert 1. Belgíukonungur|Albert 1.]]
* [[File:Flag of the United Kingdom.svg|20px]] [[H. H. Asquith]]
* [[File:Flag of the United Kingdom.svg|20px]] [[David Lloyd George]]
* [[File:Flag of the United States (1912-1959).svg|20px]] [[Woodrow Wilson]]
* [[File:Flag of Italy (1861–1946).svg|20px]] [[Viktor Emmanúel 3.]]
* [[File:Flag of Italy (1861–1946).svg|20px]] [[Vittorio Emanuele Orlando|Vittorio Orlando]]
* [[File:Flag of Japan (1870–1999).svg|20px]] [[Taishō keisari|Yoshihito]]
* [[File:State Flag of Serbia (1882-1918).svg|20px]] [[Pétur 1. Serbíukonungur|Pétur 1.]]
* [[File:Flag of Romania.svg|20px]] [[Ferdinand 1. Rúmeníukonungur|Ferdinand 1.]]
* [[File:State Flag of Greece (1863-1924 and 1935-1973).svg|20px]] [[Elefþerios Venizelos]]}}
| commander2 = {{small|
* [[File:Flag of the German Empire.svg|20px]] [[Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari|Vilhjálmur 2.]]
* [[File:Flag of the German Empire.svg|20px]] [[Paul von Hindenburg]]
* [[File:Flag of the German Empire.svg|20px]] [[Erich Ludendorff]]
* [[File:Flag of Austria-Hungary (1869-1918).svg|20px]] [[Frans Jósef 1. Austurríkiskeisari|Frans Jósef 1.]]
* [[File:Flag of Austria-Hungary (1869-1918).svg|20px]] [[Karl 1. Austurríkiskeisari|Karl 1.]]
* [[File:Flag of the Ottoman Empire.svg|20px]] [[Enver Pasja]]
* [[File:Flag of the Ottoman Empire.svg|20px]] [[Mehmed 5.]]
* [[File:Flag of the Ottoman Empire.svg|20px]] [[Mehmed 6.]]
* [[File:Flag of Bulgaria.svg|20px]] [[Ferdinand 1. Búlgaríukeisari|Ferdinand 1.]]}}
| casualties1 = {{small|'''Hermenn látnir:''' 5.525.000<br>'''Almennir borgarar látnir:''' 4.000.000}}
| casualties2 = {{small|'''Hermenn látnir:''' 4.386.000<br>'''Almennir borgarar látnir:''' Rúmlega 3.700.000}}
}}
'''Fyrri heimsstyrjöldin''' (sem nefnt var '''heimsstríðið''' fyrir [[seinni heimsstyrjöldin]]a) var mannskætt stríð sem geysaði í [[Evrópa|Evrópu]] í fjögur ár. Stríðið hefur verið nefnt „stríðið mikla“ og „stríðið sem enda átti öll stríð“. Sá atburður sem miðað er við að marki upphaf stríðsins var morðið á [[Frans Ferdinand erkihertogi|Frans Ferdinand]] erkihertoga og ríkisarfa [[Austurríki]]s í [[Sarajevó]] þann [[28. júní]] [[1914]]. Átök hófust í [[ágúst]] 1914 og breiddust hratt út. Þegar upp var staðið lágu um tíu milljónir manna í valnum, um tuttugu milljónir höfðu særst og ótal manns misst heimili sín og lifibrauð. Stríðinu lauk með uppgjöf [[Þýskaland|Þjóðverja]] [[11. nóvember]] [[1918]]. Að stríðinu loknu funduðu fyrrum fjandmenn í [[Versalir|Versölum]] í [[Frakkland]]i þar sem [[Versalasamningurinn]] var gerður.
 
Sigurvegarar í stríðinu voru [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|bandamenn]] undir forystu [[Frakkland|Frakka]] en auk þeirra voru [[Bretland|Bretar]] og [[Rússland|Rússar]] (til [[1917]]) og síðar einnig [[Ítalía|Ítalir]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjamenn]]. Miðveldin voru [[Austurríki-Ungverjaland]], [[Þýska keisaraveldið]], [[Búlgaría]] og [[Tyrkjaveldi|Ottómanveldið]].
 
Flestar orrustur í fyrri heimsstyrjöldinni voru háðar á [[Vesturvígstöðvar (fyrri heimsstyrjöldin)|vesturvígstöðvunum]], lengst af í formi [[Skotgrafahernaður|skotgrafahernaðar]] en á milli andstæðra skotgrafa var svokallað „einskis manns land“. Skotgrafirnar náðu allt frá [[Norðursjór|Norðursjó]] að landamærum [[Sviss]]. Á [[Austurvígstöðvar (fyrri heimsstyrjöldin)|austurvígstöðvunum]] komu víðáttur [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]] og takmarkaðar járnbrautir í veg fyrir langvarandi skotgrafahernað og ollu meiri hreyfanleika víglínanna. Einnig voru háðar orrustur á hafi og neðansjávar með [[Kafbátahernaður|kafbátahernaði]] og í fyrsta sinn í [[Lofthernaður|lofti]]. Meira en níu milljónir hermanna létu lífið í orrustum og milljónir óbreyttra borgara fórust.
 
Stríðið olli því að tvö ríki liðuðust í sundur og tvö önnur keisaradæmi liðu undir lok: Austurríki-Ungverjaland og Ottóman veldið liðuðust í sundur og Þýska keisaradæmið og Rússneska keisaradæmið liðu undir lok. Þýskaland glataði öllu veldi sínu utan Evrópu og ný ríki urðu til, svo sem [[Tékkóslóvakía]], [[Eistland]], [[Lettland]], [[Litháen]], [[Finnland]], [[Pólland]] og [[Júgóslavía]].
[[Mynd:Royal Irish Rifles ration party Somme July 1916.jpg|right|thumb|250px|[[Írland|Írskar]] riflaskyttur í skotgröfunum við Somme, [[1. júlí]] [[1916]].]]
[[Mynd:USA_bryter_de_diplomatiska_förbindelserna_med_Tyskland_3_februari_1917.jpg|thumb|250px|[[Woodrow Wilson]] forseti tilkynnir Bandaríkjaþingi um riftun stjórnmálasambands við [[Þýskaland]] [[3. febrúar]] [[1917]].]]
[[Mynd:Vickers machine gun crew with gas masks.jpg|thumb|right|250px|[[Bretland|Breskir]] hermenn með Vickers [[Vélbyssa|vélbyssu]].]]
[[Mynd:trencheswwi2.jpg|right|thumb|250px|Bróðurpart styrjaldarinnar voru hermenn á vesturvígstöðvunum fastir í [[skotgröf]]um.]]
[[Mynd:NYTimes-Page1-11-11-1918.jpg|right|thumb|250px|forsíða ''[[New York Times]]'' þann, [[11. nóvember]] [[1918]].]]
 
== Orsakir stríðsins ==